Sóley Organics var stofnað 2007 af Sóleyju Elíasdóttur og einblínir á að framleiða íslenskar snyrtivörur fyrir húð og hár.Þær eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru.

Einungis eru notuð innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evróvropu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun. Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóley Elíasdóttur, fjölskyldu og starfsmönnum. Framleiðslan er á Grenivík og vatnið í vörunum kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum Íslands.

Liður í því að vernda umhverfið er að bjóða upp á áfyllingar á umbúðirnar þegar varan klárast á lægra verði. Þær vörur sem við getum ekki boðið upp á í áfyllingum fást með 20% afslætti í verslun okkar ef umbúðunum er skilað inn til okkar. Við getum endurnýtt eða endurunnið umbúðirnar.

HÆGT AÐ FÁ ÁFYLLINGAR Á EFTIRFARANDI VÖRUM Í VERSLUNINNI HÓLMASLÓÐ 6, 101 REYKJAVÍK:

Lóu handsápu og handkrem, Lóuþræl handsápu og handspritt, Varma línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Blæ línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Græði sjampó og næringuBirki sjampó, Eygló andlitskrem, Glóey andlitsskrúbbur, Steiney andlitsmaski, Hrein hreinsimjólk, Nærð andlitsvatn.

VÖRUÚRVAL

sjampó, hárnæring, hárolía, handáburður, handspritt, sturtusápa, líkamskrem, kerti, skrúbbar, maskar, rakamjólk, serum, hreinsifroða

Hefðir og nútíma þekking

Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum við notkun lækningajurta, svo og nútíma þekkingu og rannsóknum á hollustu og heilsubætandi áhrifum jurtanna. Urtasmiðjan er staðsett í Eyjafirði, enn fyrirtækið var stofnað árið 1990 af Gígju Kj. Kvam, sem rak fyrirtækið með mikilli ástríðu og góðum orðstýr í 30 ár. Árið 2020 tók Bylgja Sveinbjörnsdóttir við rekstrinum.

Ómenguð íslensk náttúra

Hér á landi vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Í íslensku veðurfari vaxa jurtirnar mun hægar en þar sem hlýrra er og hafa rannsóknir sýnt að þær innihaldi þeim mun meira af virkum efnum af þeim sökum. Íslenskar jurtir eru því sérlega kraftmiklar og hafa sérstöðu hvað gæði snertir. Jurtirnar eru handtíndar á þeim tíma þegar virkni þeirra og kraftur er hvað mestur. Sérhver jurt er meðhöndluð af alúð og nákvæmni, til þess að eiginleikar hennar komi að sem mestu gagni.

Hrein náttúruafurð

Markmið Urtasmiðjunnar frá upphafi er að framleiða hreina náttúruvöru. Uppistaðan í framleiðslunni eru villtar jurtir úr íslenskri náttúru, aðrar lífrænt ræktaðar jurtir, íslenskt fjallavatn, og náttúrulegt hráefni, s.s. rotvörn, þráavörn og sólarvörn, sem stuðla að heilnæmi og hollustu vörunnar. Nákvæm blanda af sérvöldum jurtakrafti, (essential oils) er valin fyrir hverja tegund framleiðslunnar til að auka áhrifamátt jurtanna. Engin kemisk ilm- eða litarefni eru notuð í framleiðsluna.

Urtasmiðjan notar í allar vörurlínur sínar fjölómettaðar jurtaolíur sem innihalda Omega3 og Omega6 fitusýrur en þær innihalda vítamín og önnur næringarefni sem eru húðinni nauðsynleg og mikilvæg til að örva endurnýjun húðfrumanna. Olíurnar eru ekki feitar, ganga fljótt og auðveldlega inn í húðina, vernda, mýkja og næra og gefa henni mýkt og teygjanleika, bæta trega blóðrás og tefja fyrir ótímabærri öldrun hennar. Olíurnar henta öllum húðgerðum. Til að varna þránun er náttúrulegu E vítamíni bætt í olíurnar.

Græðir, mýkir, endurnærir

Urtasmiðjan hefur sérhæft sig í að framleiða krem, áburði og olíur til notkunar útvortis úr græðandi jurtum, sem þekktar eru fyrir áhrifamátt sinn við margskonar húðvandamálum og viðurkenndar fyrir hollustu og heilnæm áhrif til heilsubótar.

ANGAN er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru sem eru áhrifaríkar fyrir húðina.

Með því að vinna með nátturunni framleiðum við næringarríkar húðvörur sem eru sjálfbærar og umhverfisvænar. Við handframleiðum vörurnar með alúð til þess að tryggja virkni og gæði vörunnar.

Vitandi mikilvægi þess að nota hrein, náttúruleg innihaldsefni fyrir húðina sem fara inn í líkamann, eru formúlurnar árangursríkar og innihalda aðeins lífræn, villt og sjálfbær innihaldsefni sem eru betri fyrir þig og betri fyrir umhverfið.

ANGAN byggir á rótgrónum, íslenskum hefðum – að baða sig upp úr heitum laugum og köldu Atlantshafinu – og notast við ævafornar remedíur úr villtum, handtýndum jurtum sem notaðar hafa verið í aldaraðir til að næra og lækna húðina.

Okkar verkefni er að minna þig á að hlúa að þér, muna eftir þér, dekra við þig.


Meira en 40% af allri plastnotkun heimsins kemur til vegna umbúða ýmissa vara og alls enda 8 milljón tonn af plasti í sjónum á hverju ári vegna foks frá landfyllingum og rangrar förgunar.
Þessar staðreyndir urðu kveikjan að stofnun Ethique, en meginmarkmið vörumerkisins er að gera hágæða hreinlætis- og snyrtivörur algjörlega án þess að plast komi þar nokkurs staðar við sögu.
Ethique var stofnað árið 2012 og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna m.a. fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag. Hárvörur merkisins eru iðulega á listum yfir bestu hárvörukubba á markaðnum og hafa sjampóin hæstu stjörnugjöf allra sjampókubba á Amazon.com.
Vörur Ethique eru ávallt framleiddar á sjálfbæran hátt, eru vegan, án pálm olíu og í niðurbrjótanlegum umbúðum.

Ethique marks

En af hverju kubbar?
Allt að 75% af innihaldi hefðbundinnar sjampótúpu og um 90% af innihaldi hárnæringartúpu er vatn. Vatn er vissulega mikilvægur partur þessara vara en hugmyndafræði Ethique er sú að halda öllum þeim góðu innihaldsefnum sem gera gott sjampó en sleppa einfaldlega vatninu. Þannig er hægt að hafa vörurnar í föstu formi og spara bæði vatn og umbúðir án þess að tapa gæðum og virkni. Einn sjampókubbur er því ekki allur það sem hann er séður, heldur á við 3 x 350ml brúsa!

Ethique framleiðir ekki bara hárvörur heldur heila línu af snyrti- og hreinlætisvörum sem eru nú loksins fáanlegar á Íslandi.

Ethique kemur frá CU2

For the last ten years, Eva María, Birna Hrönn and Hannes Sasi have run the successful LGBTQI event and travel agency, Pink Iceland, planning monumental moments for people from across the globe. Their devoted service to the queer community has brought them international acclaim and admiration.

Mathew+Olivia met Pink Iceland when planning their own Icelandic wedding in 2015. It’s a great story full of intrigue and flower shortages, but best told with a glass of wine. Ultimately, the universe entangled us when we found that we all share a deep passion to make the world a better place through equality, gratitude, kindness and respect. 

Fast forward 5 years to this most epic global pandemic. Pink Iceland’s social world was put into hibernation. Quarantine in Colorado had Mathew+Olivia itching to continue their respective work in pharma-development and retail/brand design in a healthier social environment. 

Instead of lamenting what we could not change, a late evening phone call led us to new determination to continue living our best lives despite the circumstances. A phone call or two later, Æsir Cannabidoil was born. By using all of our individual skill sets we were able to actualize the nascent company opening its doors in 2021. 

Við fundum Endurstilla