Ilmandi handverki
Ilmkertin frá Rammagerðinni eru handgerð á Íslandi í litlu magni. Það sem gerir þau einstök er að hvert glas er handrennt af Aldísi Einarsdóttur, leirlistakonu, og því er ekkert glas eins. Hægt er að nýta fallega glasið áfram, undir blóm, penna eða hvað sem er. Kertið sjálft er úr 100% sojavaxi frá Reyk. Þráðurinn er blýlaus og unninn úr bómull og pappír. Hægt er að fá kertin í fimm ilmtegundum sem unnar eru úr hágæðaolíum frá Bandaríkjunum, án viðbættra efna. Hægt er að velja hvort þau komi í endurnýtanlegum bómullarpoka eða án allra umbúða. rammagerdin.com