Þar sem græna hjartað slær!

GRÆNA TORGIÐ er sjálfstæður vefmiðill stofnaður af Guðbjörgu Gissurardóttur sem stofnaði útgáfuna Í boði náttúrunnar ehf. fyrir 11 árum en undir þeim hatti gefur hún út tímaritið Lifum betur sem fjallar um grænan og heilbrigðan lífstíl og tvítingda matarblaðið Fæða | Food, ásamt græna ferðafélaganum, HandPicked Iceland.

Eftir að hafa gefið út tímaritið LIFUM BETUR í 11 ár, unnið með fjölda umhverfisvænnna fyrirtækja og talað við áhugasama lesendur þá sá ég þörfina á að brúa bilið á milli þessara tveggja aðila, enda engin slíkur vettvangur til þar sem allt grænt er á einum stað. Hugmyndin með Græna torginu er að þar geti neytendur fundið fróðleik, vörur og þjónustu sem þeir geta treyst, fræðst um fyrirtækin, fundið lausnir fyrir heimilið og/eða vinnu og gert það á hagkvæman hátt. Semsagt að einfalda fólki lífið sem vill lifa grænum lífstíl. Á sama tíma geta fyrirtæki, vörumerki, stofnanir og samtök komið sér á framæri á einu grænu torgi, komið sögu sinni og vörum á framfæri, deilt efni og í framtíðinni selt vörur beint af vefnum.

En ekki misskilja mig

Með þessum vef er ég ekki að hvetja til óþarfa innkaupa, heldur fá fólk til að hugsa betur út í það sem það kaupir og auðvelda því að velja það sem hefur minnst skaðleg áhrif á umhverfi og fólk. En auðvitað er alltaf best að nýta betur það sem maður á, það eru hlutirnir sem eru nú þegar heima sem eru umhverfisvænastir.

Neytendur geta breytt heiminum og við gerum það saman með veskið og viljann að vopni!

GEFUM TIL BAKA

Starfsmenn Í boði náttúrunnar hafa s.l. sex ár gróðursett eitt tré á ári upp í Heiðmörk fyrir hvern áskrifenda á Lifum betur tímartinu. Einnig var Guðbjörg tilefnd til Fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2013.