Sóley Organics var stofnað 2007 af Sóleyju Elíasdóttur og einblínir á að framleiða íslenskar snyrtivörur fyrir húð og hár.Þær eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru.

Einungis eru notuð innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evróvropu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun. Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóley Elíasdóttur, fjölskyldu og starfsmönnum. Framleiðslan er á Grenivík og vatnið í vörunum kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum Íslands.

Liður í því að vernda umhverfið er að bjóða upp á áfyllingar á umbúðirnar þegar varan klárast á lægra verði. Þær vörur sem við getum ekki boðið upp á í áfyllingum fást með 20% afslætti í verslun okkar ef umbúðunum er skilað inn til okkar. Við getum endurnýtt eða endurunnið umbúðirnar.

HÆGT AÐ FÁ ÁFYLLINGAR Á EFTIRFARANDI VÖRUM Í VERSLUNINNI HÓLMASLÓÐ 6, 101 REYKJAVÍK:

Lóu handsápu og handkrem, Lóuþræl handsápu og handspritt, Varma línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Blæ línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Græði sjampó og næringuBirki sjampó, Eygló andlitskrem, Glóey andlitsskrúbbur, Steiney andlitsmaski, Hrein hreinsimjólk, Nærð andlitsvatn.

VÖRUÚRVAL

sjampó, hárnæring, hárolía, handáburður, handspritt, sturtusápa, líkamskrem, kerti, skrúbbar, maskar, rakamjólk, serum, hreinsifroða

Við fundum Endurstilla