Umhverfisvæn harðkornadekk

Umhverfisvæn harðkornadekk

Green Diamond harðkornadekk, eru íslensk og umhverfisvæn uppfinning.  Í boði náttúrunnar getur mælt með þessum dekkjum vegna persónulegrar reynslu en lék forvitni á að vita hvað það er sem aðgreinir þessi „grænu“ dekk frá öðrum í gæðum og umhverfissjónarmiðum. Fyrir svörum varð Kristinn R Sigurðsson framkvæmdastjóri Harðkornadekkja ehf., innflytjanda Green Diamond Harðkornadekkja.


Hvað aðgreinir Harðkornadekk frá öðrum dekkjum ?

Það er fyrst að nefna iðnaðardemantinn sem er dreift í allt slitlag dekksins þ.a. virknin varir allan líftíma dekksins, en einkaleyfið gengur einmitt út á hvernig demantinum er komið í slitlagið í framleiðsluferlinu. Í annan stað þá er verið að endurnýta eldri belgi, sem upphaflega voru framleiddir til að duga a.m.k. tvisvar sinnum. Líklega er leitun að vöru sem stuðlar með jafn áberandi hætti að aukinni sjálfbærni eins og að endurnýta belgi. Þetta er löngu orðið alþekkt í rútu- og vörubílageiranum og flugvélabelgir eru endurnýttir jafnvel oftar en 10 sinnum. Tilkoma Harðkornadekkja ætti að minnka til muna nagladekkjanotkun sem er ekki síður umhverfissjónarmið, rétt eins og endurnýtingin.

Hvaða áhrif hefur það ef bílar fara af nöglum yfir á Harðkornadekk?

Árið 2001 þá var Landsíminn með 90 fólksbifreiðar á Harðkornadekkjum sem áður höfðu verið á nagladekkjum. Forsvarsmenn Landssímans reiknuðu út að við þessa einföldu ráðstöfun þá sparaðist um 18 tonn af malbiki yfir vetrarmánuðina og má áætla að af því hafi nálægt eitt tonn verið svifryk. Fyrir borgaryfirvöld er því augljóslega um að ræða mikinn sparnað í viðhaldi gatna en miklu þyngra vegur betri loftgæði sem þýðir betri heilsa fyrir borgarbúa. Aukakostnaður vegna 100 bíla sem aka á nagladekkjum, vegna viðhalds gatna, má gróflega áætla 1 milljón króna á ári.

Eru Harðkornadekk öruggari í umferðinni?

Fyrir nokkrum árum framkvæmdi sænska „Vej og Trafic Institut“ (VTI) samanburðarpróf á Harðkornadekkjum og bestu vetrardekkjum sem þá voru á markaðnum. Athugað var við aðstæður sem eru algengustu hættulegu skilyrðin hér á höfuðborgarsvæðinu, þ.e. við frostmark. Harðkornadekkin komu betur út en nagladekk ef notast var við ABS bremsur og miklu betur út en þekkt vörumerki í dekkjageiranum. Munaði 32% og 36% á virkni Harðkornadekkja og þess dekks sem stóð sig næst best í beygju- og bremsuprófi. Þá má einnig nefna að starfshópur á vegum samgönguráðs komst að þeirri niðurstöðu í október 2009 að Harðkornadekk væru betri til vetraraksturs en önnur vetrardekk. Í ályktun hópsins var gengið svo langt að lagt var til að með markvissum áróðri og fræðslu kæmu Harðkornadekk í stað nagladekkja.

Hvað með kostnaðinn?

Þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar og álit starfshópsins sem vísað er í hér að ofan um gæði Harðkornadekkja, fram yfir önnur vetrardekk, þá eru Harðkornadekk lítið dýrari en ódýrustu dekkin en miklu ódýrari en dýrustu vörumerkin. Á heimasíðu okkar, www.hardkornadekk.is er að finna upplýsingar um verð og stærðir sem við getum útvegað ásamt margvíslegum fróðleik um dekkin. Ef hugsað er um þann þjóðhagslega sparnað sem fæst af fækkun nagladekkja, vegna tilkomu Harðkornadekkja, þá má færa fyrir því góð rök að Harðkornadekkin séu langódýrustu dekkin á markaðnum.