Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR
er „hæg“ útgáfa og hefur vaxið lífrænt síðan 2010. Útgáfan gefur út tímaritin Lifum betur og Fæða | Food, ásamt dagatali og ferðakortunum HandPicked Iceland. Útgáfan er einnig eigandi vefsíðunnar grænatorgið.is og stendur fyrir viðburðinum Lifum betur sem haldin er í Hörpu.
Tímaritið, Lifum betur – í boði náttúrunnar, kemur út þrisvar sinnum á ári og tvítyngda sérritið FÆÐA|FOOD einu sinn á ári. Útgáfan heldur einnig úti vefnum
með góðum greinum og innblæstri ásamt matarvefnum
.Viðburðurinn,
– Grænn og heilbrigður lífsstíll verður haldin í fyrsta sinn 2022.
var sett í loftið í lok árs 2021 og er samastaður fyrir allt grænt og heilbrigt. Vörur, þjónustu, samtök, skóla og stofnanir.Einnig gefum við út ferðaapp og ferðakort undir merkinu
& HandPicked Reykjavík þar sem við handveljum upplifanir í okkar anda fyrir íslenska og erlenda ferðalanga.
SAGAN OKKAR
Útgáfu ævintýrið byrjaði haustið 2009 þegar við hjónin, Guðbjörg Gissurardóttir hönnuður og Jón Árnason hugmyndasmiður, byrjuðum með útvarpsþátt á RÚV sem við kölluðum, Í boði náttúrunnar. Þátturinn var á dagskrá RÚV í þrjú sumur og var um matjurtarækt og sjálfbæran lífsstíl, sem reyndist þakklátt efni í miðri kreppu.Árið 2010 leit svo fyrsta eintakið af tímaritinu Í boði náttúrunnar dagsins ljós. Tímaritið inniheldur öll okkar helstu áhugamál, sem lúta að grænum lífsstíl, með virðingu fyrir okkar einstöku náttúru að leiðarljósi. Við erum partur af náttúrunni og við nálgumst efnið út frá því hvernig við nýtum náttúruna, verndum hana og njótum, um leið og við hugum að okkar heilsu, næringu og andlegri líðan.Vefsíðan okkar, ibn.is, fór í loftið í febrúar 2014. Með henni getum við veitt enn frekari innblástur og miðlað efni sem við teljum skipta máli og er mikilvægur hlekkur í þeirri hugarfarsbreytingu sem er að eiga sér stað varðandi umhverfismál og náttúrulegar leiðir að andlegri og líkamlegri heilsu.Við viljum að Í boði náttúrunnar taki virkan þátt í þeirri mikilvægu vitundarvakningu sem tengist umhverfismálum og betri lífsgæðum, og þannig stuðla að jákvæðum áhrifum á menn og náttúru.
LIFUM BETUR – eitt blað í einu!
Thermomix hefur notkunarmöguleika 20 hefðbundinna heimilistækja og áhalda og því alger óþarfi að kaupa mörg smátæki í eldhúsið. Thermomix er m.a. vigt, blandari, töfrasproti, hrærivél, þeytari, hakkavél, hnoðari, barnamauksvél, ketill, eggjasuðutæki, hrísgrjónapottur, gufusuðupottur og hægeldunarpottur og með innbyggðri nettengingu er aðgangur að þúsunda uppskrifta sem birtast á stafrænum skjá vélarinnar.
Þú sparar orkunotkun með því að elda með Thermomix, sérstaklega í réttum þar sem eldað er á mörgun hæðum þar sem hægt er að elda t.d. súpu, kartöflur og annað grænmeti og fisk í einu og sama tækinu allt á sama tíma. Thermomi er mjög öflug í allri vinnslu en tekur ekki til sín mikið rafmagn. Þetta skiptir allt máli til lengri tíma.
Matvinnsla og eldamennska með Thermomix sparar mikinn tíma bæði við undirbúning hráefnis og svo er ekki lengur þörf á að standa bundin(n) yfir pottunum. Innbyggðar uppskriftir, skref fyrir skref leiðbeiningar og vikumatseðill getur einnig sparað dýrmætan tíma. Við hjá Thermomix trúum því að það bæti almennar neysluvenjur að eiga gæðatíma við matseld og á matmálstíma.
Forðumst að kaupa of mikið og henda mat, skilvirk yfirsýn dregur úr kostnaði við innkaup. Best er því að hugsa fram í tímann og versla í samræmi við vikumatseðil og uppskriftir. Allt þetta má nálgast á uppskriftavefnum Cookidoo. Það er svo auðvitað alger snilld að gera t.d. súpur og pottrétti úr slöppu grænmeti eða vörum á síðasta séns. Við ættum öll að venja okkur á að borða afganga, af virðingu við móður jörð (svo er það líka betra fyrir budduna).
Einhæft mataræði getur gert umhverfi framleiðenda viðkvæmt fyrir ágengi, þurrkum og loftlagsbreytingum. Hægt er að fá innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum í uppskriftabankanum Cookidoo, við gætum t.d. valið meira plöntubased fæði og reynum að kaupa sem mest úr nærumhverfi.
Að flokka plast, pappa og lífrænt þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Best er að koma sér upp aðstöðu fyrir flokkunina og gera þetta að vana. Þannig getum við t.d. betur fylgst með því hvort við erum að henda nýtanlegum mat. Þessi litlu grænu skref eru öll mikilvæg. Með því að kaupa grunnhráefni og elda allt frá grunni með Thermomix getum við t.d. dregið til muna úr innkaupum á tilbúnum vörum í plastumbúðum.
Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem hefur verið starfrækt frá árinu 1884 og er þekkt fyrir framleiðslu hágæða heimilistækja. Thermomix hefur verið í fararbroddi í eldhústækni í yfir 50 ár og notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Eldhústöfrar ehf. er opinber dreifingar- og söluaðili Thermomix á Íslandi síðan 2018. Við tökum vel á móti þér í Síðumúla 29.