ANGAN er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru sem eru áhrifaríkar fyrir húðina.

Með því að vinna með nátturunni framleiðum við næringarríkar húðvörur sem eru sjálfbærar og umhverfisvænar. Við handframleiðum vörurnar með alúð til þess að tryggja virkni og gæði vörunnar.

Vitandi mikilvægi þess að nota hrein, náttúruleg innihaldsefni fyrir húðina sem fara inn í líkamann, eru formúlurnar árangursríkar og innihalda aðeins lífræn, villt og sjálfbær innihaldsefni sem eru betri fyrir þig og betri fyrir umhverfið.

ANGAN byggir á rótgrónum, íslenskum hefðum – að baða sig upp úr heitum laugum og köldu Atlantshafinu – og notast við ævafornar remedíur úr villtum, handtýndum jurtum sem notaðar hafa verið í aldaraðir til að næra og lækna húðina.

Okkar verkefni er að minna þig á að hlúa að þér, muna eftir þér, dekra við þig.


Við fundum Endurstilla