Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa ykkur það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að.
Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, Jörðina.
Við vitum að það er heill frumskógur af bætiefnum í boði hér á landi. Við vitum líka að þau eru eins misjöfn og þau eru mörg, og eru langt frá því að standa jafnfætis hvað gæði varðar. Þess vegna veljum við allar okkar vörur af kostgæfni til að tryggja að þær séu eins náttúrulegar, áhrifaríkar, heiðarlegar og umhverfisvænar og hugsast getur. Okkar markmið er að þegar þið kaupið af okkur vörur getið þið verið örugg um að fá það besta fyrir ykkur sjálf og fjölskylduna hvað varðar gæði, hreinleika og virkni.
Við erum lítill en ástríðufullur hópur fólks með margra ára reynslu og menntun í næringar- og heilsugeiranum, tilbúin að hjálpa þér að taka ábyrgð og stjórn á eigin heilsu.