Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum við notkun lækningajurta, svo og nútíma þekkingu og rannsóknum á hollustu og heilsubætandi áhrifum jurtanna. Urtasmiðjan er staðsett í Eyjafirði, enn fyrirtækið var stofnað árið 1990 af Gígju Kj. Kvam, sem rak fyrirtækið með mikilli ástríðu og góðum orðstýr í 30 ár. Árið 2020 tók Bylgja Sveinbjörnsdóttir við rekstrinum.
Hér á landi vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Í íslensku veðurfari vaxa jurtirnar mun hægar en þar sem hlýrra er og hafa rannsóknir sýnt að þær innihaldi þeim mun meira af virkum efnum af þeim sökum. Íslenskar jurtir eru því sérlega kraftmiklar og hafa sérstöðu hvað gæði snertir. Jurtirnar eru handtíndar á þeim tíma þegar virkni þeirra og kraftur er hvað mestur. Sérhver jurt er meðhöndluð af alúð og nákvæmni, til þess að eiginleikar hennar komi að sem mestu gagni.
Markmið Urtasmiðjunnar frá upphafi er að framleiða hreina náttúruvöru. Uppistaðan í framleiðslunni eru villtar jurtir úr íslenskri náttúru, aðrar lífrænt ræktaðar jurtir, íslenskt fjallavatn, og náttúrulegt hráefni, s.s. rotvörn, þráavörn og sólarvörn, sem stuðla að heilnæmi og hollustu vörunnar. Nákvæm blanda af sérvöldum jurtakrafti, (essential oils) er valin fyrir hverja tegund framleiðslunnar til að auka áhrifamátt jurtanna. Engin kemisk ilm- eða litarefni eru notuð í framleiðsluna.
Urtasmiðjan notar í allar vörurlínur sínar fjölómettaðar jurtaolíur sem innihalda Omega3 og Omega6 fitusýrur en þær innihalda vítamín og önnur næringarefni sem eru húðinni nauðsynleg og mikilvæg til að örva endurnýjun húðfrumanna. Olíurnar eru ekki feitar, ganga fljótt og auðveldlega inn í húðina, vernda, mýkja og næra og gefa henni mýkt og teygjanleika, bæta trega blóðrás og tefja fyrir ótímabærri öldrun hennar. Olíurnar henta öllum húðgerðum. Til að varna þránun er náttúrulegu E vítamíni bætt í olíurnar.
Urtasmiðjan hefur sérhæft sig í að framleiða krem, áburði og olíur til notkunar útvortis úr græðandi jurtum, sem þekktar eru fyrir áhrifamátt sinn við margskonar húðvandamálum og viðurkenndar fyrir hollustu og heilnæm áhrif til heilsubótar.