Í BOÐI NÁTTÚRUNNAR

er „hæg“ útgáfa og hefur vaxið lífrænt síðan 2010. Útgáfan gefur út tímaritin Lifum betur og Fæða | Food, ásamt dagatali og ferðakortunum HandPicked Iceland. Útgáfan er einnig eigandi vefsíðunnar grænatorgið.is og stendur fyrir viðburðinum Lifum betur sem haldin er í Hörpu.


Tímaritið, Lifum betur – í boði náttúrunnar, kemur út þrisvar sinnum á ári og tvítyngda sérritið FÆÐA|FOOD einu sinn á ári. Útgáfan heldur einnig úti vefnum

ibn.is

með góðum greinum og innblæstri ásamt matarvefnum

Icelandicfood.is

.Viðburðurinn,

Lifum betur

– Grænn og heilbrigður lífsstíll verður haldin í fyrsta sinn 2022.

Grænatorgið.is

var sett í loftið í lok árs 2021 og er samastaður fyrir allt grænt og heilbrigt. Vörur, þjónustu, samtök, skóla og stofnanir.Einnig gefum við út ferðaapp og ferðakort undir merkinu

HandPicked Iceland

& HandPicked Reykjavík þar sem við handveljum upplifanir í okkar anda fyrir íslenska og erlenda ferðalanga.

SAGAN OKKAR


Útgáfu ævintýrið byrjaði haustið 2009 þegar við hjónin, Guðbjörg Gissurardóttir hönnuður og Jón Árnason hugmyndasmiður, byrjuðum með útvarpsþátt á RÚV sem við kölluðum, Í boði náttúrunnar. Þátturinn var á dagskrá RÚV í þrjú sumur og var um matjurtarækt og sjálfbæran lífsstíl, sem reyndist þakklátt efni í miðri kreppu.Árið 2010 leit svo fyrsta eintakið af tímaritinu Í boði náttúrunnar dagsins ljós. Tímaritið inniheldur öll okkar helstu áhugamál, sem lúta að grænum lífsstíl, með virðingu fyrir okkar einstöku náttúru að leiðarljósi. Við erum partur af náttúrunni og við nálgumst efnið út frá því hvernig við nýtum náttúruna, verndum hana og njótum, um leið og við hugum að okkar heilsu, næringu og andlegri líðan.Vefsíðan okkar, ibn.is, fór í loftið í febrúar 2014. Með henni getum við veitt enn frekari innblástur og miðlað efni sem við teljum skipta máli og er mikilvægur hlekkur í þeirri hugarfarsbreytingu sem er að eiga sér stað varðandi umhverfismál og náttúrulegar leiðir að andlegri og líkamlegri heilsu.Við viljum að Í boði náttúrunnar taki virkan þátt í þeirri mikilvægu vitundarvakningu sem tengist umhverfismálum og betri lífsgæðum, og þannig stuðla að jákvæðum áhrifum á menn og náttúru.

LIFUM BETUR – eitt blað í einu!

Hugsjónin að baki Eylíf er ástríðan fyrir góðri heilsu. Við trúum því að fólk geti stuðlað að betri og bættri heilsu með því að hugsa vel um sitt eigið líf, lífstíl og heilsu. Því að við erum hvert og eitt okkar eigin heilsusmiðir. 

Við bjóðum vörur sem innihalda hrein íslensk gæðahráefni frá sjálfbærum auðlindum og hafa staðfesta verkun með rannsóknum. Hráefnin koma frá framleiðendum víða um land og eru vörurnar framleiddar á Grenivík. 

Íslensku hráefnin eru:

Vörurnar eru miðaðar inn á ákveðna virkni ss. 

Við trúum því að fólk geti læknað sig sjálft með bættri hegðun og breytingu á háttum sem tengjast bæði líkamlegum og andlegum þáttum, því við erum öll okkar eigin heilsu- og gæfusmiðir.

Vörurnar fást í öllum apótekum, í stórmörkuðum ss. Fjarðarkaup, Hagkaup og Nettó og á eylif.is 

Við fundum Endurstilla