Wild Earth er lífræn vörulína og fyrsta sérhannaða bætiefnalínan sem er í 100% umhverfisvænum og  niðurbrjótanlegum umbúðum. Allar umbúðir brotna niður í umhverfinu á aðeins 16 mánuðum.

Sérstaða Wild Earth vörulínunnar er sjálfbær framleiðsla og hún inniheldur hvorki fyllingarefni né nein aukaefni og notaðar eru jurtir í blöndurnar sem auka virkni og samlegðaráhrif. Wild Earth vörulínan samanstendur af öllum helstu nauðsynlegu vítamínum og steinefnum sem þörf er á fyrir mannslíkamann.

Wild Earth er 100% ofnæmisfrí, glúten-, laktósa og soyalaus.

Öll vörulínan er vegan.

Nature’s Wild Earth er frá Artasan.

Hugsjónin að baki Eylíf er ástríðan fyrir góðri heilsu. Við trúum því að fólk geti stuðlað að betri og bættri heilsu með því að hugsa vel um sitt eigið líf, lífstíl og heilsu. Því að við erum hvert og eitt okkar eigin heilsusmiðir. 

Við bjóðum vörur sem innihalda hrein íslensk gæðahráefni frá sjálfbærum auðlindum og hafa staðfesta verkun með rannsóknum. Hráefnin koma frá framleiðendum víða um land og eru vörurnar framleiddar á Grenivík. 

Íslensku hráefnin eru:

Vörurnar eru miðaðar inn á ákveðna virkni ss. 

Við trúum því að fólk geti læknað sig sjálft með bættri hegðun og breytingu á háttum sem tengjast bæði líkamlegum og andlegum þáttum, því við erum öll okkar eigin heilsu- og gæfusmiðir.

Vörurnar fást í öllum apótekum, í stórmörkuðum ss. Fjarðarkaup, Hagkaup og Nettó og á eylif.is 

Mamma Veit Best er Heilsubúð og Heildsala með hágæða bætiefni og snyrtivörur.

Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa ykkur það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að.

Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, Jörðina.

Stefnan okkar

Við vitum að það er heill frumskógur af bætiefnum í boði hér á landi. Við vitum líka að þau eru eins misjöfn og þau eru mörg, og eru langt frá því að standa jafnfætis hvað gæði varðar. Þess vegna veljum við allar okkar vörur af kostgæfni til að tryggja að þær séu eins náttúrulegar, áhrifaríkar, heiðarlegar og umhverfisvænar og hugsast getur. Okkar markmið er að þegar þið kaupið af okkur vörur getið þið verið örugg um að fá það besta fyrir ykkur sjálf og fjölskylduna hvað varðar gæði, hreinleika og virkni.

Við erum lítill en ástríðufullur hópur fólks með margra ára reynslu og menntun í næringar- og heilsugeiranum, tilbúin að hjálpa þér að taka ábyrgð og stjórn á eigin heilsu.

Við fundum Endurstilla