Sóley Organics var stofnað 2007 af Sóleyju Elíasdóttur og einblínir á að framleiða íslenskar snyrtivörur fyrir húð og hár.Þær eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru.

Einungis eru notuð innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evróvropu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun. Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóley Elíasdóttur, fjölskyldu og starfsmönnum. Framleiðslan er á Grenivík og vatnið í vörunum kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum Íslands.

Liður í því að vernda umhverfið er að bjóða upp á áfyllingar á umbúðirnar þegar varan klárast á lægra verði. Þær vörur sem við getum ekki boðið upp á í áfyllingum fást með 20% afslætti í verslun okkar ef umbúðunum er skilað inn til okkar. Við getum endurnýtt eða endurunnið umbúðirnar.

HÆGT AÐ FÁ ÁFYLLINGAR Á EFTIRFARANDI VÖRUM Í VERSLUNINNI HÓLMASLÓÐ 6, 101 REYKJAVÍK:

Lóu handsápu og handkrem, Lóuþræl handsápu og handspritt, Varma línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Blæ línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Græði sjampó og næringuBirki sjampó, Eygló andlitskrem, Glóey andlitsskrúbbur, Steiney andlitsmaski, Hrein hreinsimjólk, Nærð andlitsvatn.

VÖRUÚRVAL

sjampó, hárnæring, hárolía, handáburður, handspritt, sturtusápa, líkamskrem, kerti, skrúbbar, maskar, rakamjólk, serum, hreinsifroða

Dr.Organic eru snyrtivörur sem innihalda lífræn og náttúruleg innihaldsefni. Allar vörurnar innihalda að minnsta kosti 70% lífræn innihaldsefni og getur því litur og lykt verið mismunandi. Í stað þess að nota vatn í vörurnar er notað Aloe Vera sem gefur þeim græðandi og nærandi eiginleika. Nýjustu vörulínur dr. Organic eru allar í umhverfisvænum umbúðum þeas úr endurvinnanlegu plasti (PCR). Stefna merkisins er að gera allar umbúðir umhverfisvænni. Allar túpur sem bodylotion eru í munu vera úr sykurreyr og allir brúsar sem sjampó og hárnæringar koma í munu vera úr PCR plasti.  Einnig mun Dr. Organic hætta að selja vörur í kössum.

Nýjasta línan Calendula er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma og þurra húð. Vörurnar eru prófaðar af húðlæknum, eru lyktarlausar og einstaklega rakagefandi og nærandi. Eins og fyrr kom fram eru allar pakkningar úr PCR plasti.

Náttúrulegu svitalyktareyðarnir frá dr. Organic innihalda aðeins það besta úr náttúrunni og eru án allra kemískra efna. Þeir eru samsettir úr íslenskum fjallagrösum, aloe vera safa, sólblómaolíu og E-vítamínum. Þeir stífla ekki svitakirtlana og eru sérstaklega hannaðir til að mýkja og vernda húðina. Þeir eru mildir en gefa hámarks árangur. Henta öllum húðtegundum.

Vítamín E vörurnar róa, græða og næra. Vítamín E er uppfullt af öflugum andoxunarefnum sem geta bætt ásýnd húðvandamála eins og exem, slit og ör ásamt því að vinna á öldrunar einkennum húðarinnar. Hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri, mjúkri og ljómandi húð. Sléttari og stinnari áferð svo húðin ljómar af heilbrigði. Eykur eigin raka og teygjanleika húðar. Hentar fyrir allar húðgerðir.

Dr. Organic er frá Artasan

Við fundum Endurstilla