Af hverju lífrænt?
Með því að velja lífrænt stuðlum við að því að huga betur að eigin heilsu og umhverfi. Lífrænn landbúnaður er sjálfbær og gerðar eru miklar kröfur í öllu framleiðsluferli. Ræktendur mega til að mynda ekki notast við tilbúinn áburð, skordýraeitur eða önnur eiturefni í lífrænni ræktun. Óháðir vottunaraðilar taka út allt ferlið frá ræktun til sölu í verslanir. Að auki er kveðið á um að vinnuaðstæður starfsmanna þurfa að uppfylla staðla. Evrópulaufið (lífrænt vottunarmerki ESB) gefur lífrænum afurðum sem framleiddar eru í Evrópusambandinu samræmt auðséð einkenni. Það auðveldar neytendum að þekkja lífrænt vottaðar vörur. Evrópulaufið má aðeins nota á vörur sem hafa verið vottaðar sem lífrænt ræktaðar af viðurkenndri vottunarstofu eða stjórnvöldum. Það þýðir að framleiðendur hafa uppfyllt ströng skilyrði um það hvernig þau verða að framleiða, vinna, flytja og geyma vörur sínar. Merkið má aðeins nota á vörur sem innihalda minnst 95% af lífrænt vottuð innihaldsefnum og uppfylla að auki skilyrði fyrir þessi 5% sem eftir eru. Sama innihaldsefni getur ekki verið til staðar bæði lífrænt vottað og ekki vottað. Tún vottunarstofa annast eftirlit með og tryggir að framleiðslan uppfylli alþjóðlegar kröfur um lífræna framleiðslu. Framleiðendur sem Tún vottar þurfa að uppfylla strangar reglur og reglubundið eftirlit, auk þess sem fyrirvaralausar úttektir eru gerðar árlega.Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, var stofnað var í 15. júní 2013 við Suðurströnd 10 á Seltjarnarnesi og er að segja má alveg nýtt konsept í verslunar/kaffihúsarekstri á Íslandi.
Systrasamlagið er í senn verslun og lífrænt kaffihús byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi. Hafa andann alltaf með í efninu. Án aukaefna og sykurs.
Þannig tókum við systur, Jóhanna & Guðrún, þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum, snyrtivörum, litríkum latté drykkjum og cacaóinu góða. Systrasamlagið var til að mynda fyrst til að selja saman holla og lífræna þeytinga og gæða súrdeigs samlokur.
Einnig má nefna að Systrasamlagið sá í 2 ár og í sjálfboðavinnu um fyrstu reglulegu Samflotin á Íslandi. Upp úr því spruttu fjölmörg Sveitasamflot sem Systrasamlagið lagði grunninn að á Flúðum, í Laugaskarði og Varmá og hélt utan um í 6 ár.
Með þetta allt að leiðarljósi kom ekki annað til greina í okkar huga en að notast við niðurbrjótanlegar náttúrulegar umbúðir og að vanda okkur við flokkun sorps. Þannig höfum við verið plaslausar síðan 2013.
Það að taka hugmyndina um heilsubúð skrefinu lengra og hlúa ekki síður að andlegu hliðinni en þeirri líkamlegu, hefur sannlega vakið talsvert umtal og ahygli.
Við höfum líka lífræna vottun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade) efst á blaði og leggjum mikinn metnað í að orðsporið um fyrirtækið haldi áfram að spyrjast þannig út.
Það er gaman að geta þess að árið 2015 var Systrasamlagið valið fyrirtæki ársins á Seltjarnarnesi.
Árið 2017, nánar tiltekið, 10. mars flutti Systrasamlagið um set og er nú við Óðinsgötu 1 í Reykjavík (gegnt Mengi). Þar hefur m.a. bæst við regluleg hugleiðsla sem haldin er vikulega og stendur öllum opin og fjölmörg fræðandi og skemmtileg heilsunámskeið.
Thermomix hefur notkunarmöguleika 20 hefðbundinna heimilistækja og áhalda og því alger óþarfi að kaupa mörg smátæki í eldhúsið. Thermomix er m.a. vigt, blandari, töfrasproti, hrærivél, þeytari, hakkavél, hnoðari, barnamauksvél, ketill, eggjasuðutæki, hrísgrjónapottur, gufusuðupottur og hægeldunarpottur og með innbyggðri nettengingu er aðgangur að þúsunda uppskrifta sem birtast á stafrænum skjá vélarinnar.
Þú sparar orkunotkun með því að elda með Thermomix, sérstaklega í réttum þar sem eldað er á mörgun hæðum þar sem hægt er að elda t.d. súpu, kartöflur og annað grænmeti og fisk í einu og sama tækinu allt á sama tíma. Thermomi er mjög öflug í allri vinnslu en tekur ekki til sín mikið rafmagn. Þetta skiptir allt máli til lengri tíma.
Matvinnsla og eldamennska með Thermomix sparar mikinn tíma bæði við undirbúning hráefnis og svo er ekki lengur þörf á að standa bundin(n) yfir pottunum. Innbyggðar uppskriftir, skref fyrir skref leiðbeiningar og vikumatseðill getur einnig sparað dýrmætan tíma. Við hjá Thermomix trúum því að það bæti almennar neysluvenjur að eiga gæðatíma við matseld og á matmálstíma.
Forðumst að kaupa of mikið og henda mat, skilvirk yfirsýn dregur úr kostnaði við innkaup. Best er því að hugsa fram í tímann og versla í samræmi við vikumatseðil og uppskriftir. Allt þetta má nálgast á uppskriftavefnum Cookidoo. Það er svo auðvitað alger snilld að gera t.d. súpur og pottrétti úr slöppu grænmeti eða vörum á síðasta séns. Við ættum öll að venja okkur á að borða afganga, af virðingu við móður jörð (svo er það líka betra fyrir budduna).
Einhæft mataræði getur gert umhverfi framleiðenda viðkvæmt fyrir ágengi, þurrkum og loftlagsbreytingum. Hægt er að fá innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum í uppskriftabankanum Cookidoo, við gætum t.d. valið meira plöntubased fæði og reynum að kaupa sem mest úr nærumhverfi.
Að flokka plast, pappa og lífrænt þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Best er að koma sér upp aðstöðu fyrir flokkunina og gera þetta að vana. Þannig getum við t.d. betur fylgst með því hvort við erum að henda nýtanlegum mat. Þessi litlu grænu skref eru öll mikilvæg. Með því að kaupa grunnhráefni og elda allt frá grunni með Thermomix getum við t.d. dregið til muna úr innkaupum á tilbúnum vörum í plastumbúðum.
Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem hefur verið starfrækt frá árinu 1884 og er þekkt fyrir framleiðslu hágæða heimilistækja. Thermomix hefur verið í fararbroddi í eldhústækni í yfir 50 ár og notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Eldhústöfrar ehf. er opinber dreifingar- og söluaðili Thermomix á Íslandi síðan 2018. Við tökum vel á móti þér í Síðumúla 29.