Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, var stofnað var í 15. júní 2013 við Suðurströnd 10 á Seltjarnarnesi og er að segja má alveg nýtt konsept í verslunar/kaffihúsarekstri á Íslandi.

Systrasamlagið er í senn verslun og lífrænt kaffihús byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi. Hafa andann alltaf með í efninu. Án aukaefna og sykurs.

Þannig tókum við systur, Jóhanna & Guðrún, þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum, snyrtivörum, litríkum latté drykkjum og cacaóinu góða. Systrasamlagið var til að mynda fyrst til að selja saman holla og lífræna þeytinga og gæða súrdeigs samlokur.

Einnig má nefna að Systrasamlagið sá í 2 ár og í sjálfboðavinnu um fyrstu reglulegu Samflotin á Íslandi. Upp úr því spruttu fjölmörg Sveitasamflot sem Systrasamlagið lagði grunninn að á Flúðum, í Laugaskarði og Varmá og hélt utan um í 6 ár.

Með þetta allt að leiðarljósi kom ekki annað til greina í okkar huga en að notast við niðurbrjótanlegar náttúrulegar umbúðir og að vanda okkur við flokkun sorps. Þannig höfum við verið plaslausar síðan 2013.

Það að taka hugmyndina um heilsubúð skrefinu lengra og hlúa ekki síður að andlegu hliðinni en þeirri líkamlegu, hefur sannlega vakið talsvert umtal og ahygli.

Við höfum líka lífræna vottun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade) efst á blaði og leggjum mikinn metnað í að orðsporið um fyrirtækið haldi áfram að spyrjast þannig út.

Það er gaman að geta þess að árið 2015 var Systrasamlagið valið fyrirtæki ársins á Seltjarnarnesi.

Árið 2017, nánar tiltekið, 10. mars flutti Systrasamlagið um set og er nú við Óðinsgötu 1 í Reykjavík (gegnt Mengi). Þar hefur m.a. bæst við regluleg hugleiðsla sem haldin er vikulega og stendur öllum opin og fjölmörg fræðandi og skemmtileg heilsunámskeið.

Netverslunin heimadekur.is er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki. Við erum með það að markmiði að bjóða upp á hágæða vörur og vörumerki. Við leitumst við að framleiðendur sem við störfum með leggja áherslu á gæði ekki magn. Við leggjum einnig mikla áherslu á bæði náttúrulegar og umhverfisvænar vörur. 

 Í dag erum við umboð fyrir vörumerkið Kana Skincare sem býður upp á  framúrskarandi húðvörulínu sem inniheldur CBD af bestu fáanlegu gæðum.

CBD er náttúrulegt efni unnið sem unnið er úr kannabisplöntunni en hún hefur verið notuð í aldanna rás. CBD inniheldur mikið af andoxunarefnum, minnkar bólgur í húð eins & t.d. roða, bólgur, þrota, bólur og ör. CBD vinnur einnig einstaklega vel gegn öldrunarblettum eða sólarskemmdum í húð.

Við erum með samninga í vinnslu við fleiri aðila sem bætast við vöruúrvalið okkar fljótlega. 

Sóley Organics var stofnað 2007 af Sóleyju Elíasdóttur og einblínir á að framleiða íslenskar snyrtivörur fyrir húð og hár.Þær eru kraftmiklar en nógu mildar til að skaða hvorki mann né náttúru.

Einungis eru notuð innihaldsefni sem eru samþykkt af Ecocert (stærstu vottunarstofu Evróvropu) og hafa öll náttúrulega eða lífræna vottun. Virku efnin eru jurtirnar sem eru handtíndar í íslenskri náttúru af Sóley Elíasdóttur, fjölskyldu og starfsmönnum. Framleiðslan er á Grenivík og vatnið í vörunum kemur úr fjallinu Kaldbaki sem er sögð ein af orkustöðvum Íslands.

Liður í því að vernda umhverfið er að bjóða upp á áfyllingar á umbúðirnar þegar varan klárast á lægra verði. Þær vörur sem við getum ekki boðið upp á í áfyllingum fást með 20% afslætti í verslun okkar ef umbúðunum er skilað inn til okkar. Við getum endurnýtt eða endurunnið umbúðirnar.

HÆGT AÐ FÁ ÁFYLLINGAR Á EFTIRFARANDI VÖRUM Í VERSLUNINNI HÓLMASLÓÐ 6, 101 REYKJAVÍK:

Lóu handsápu og handkrem, Lóuþræl handsápu og handspritt, Varma línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Blæ línuna (shampoonæringsturtusápa og líkamskrem), Græði sjampó og næringuBirki sjampó, Eygló andlitskrem, Glóey andlitsskrúbbur, Steiney andlitsmaski, Hrein hreinsimjólk, Nærð andlitsvatn.

VÖRUÚRVAL

sjampó, hárnæring, hárolía, handáburður, handspritt, sturtusápa, líkamskrem, kerti, skrúbbar, maskar, rakamjólk, serum, hreinsifroða

Dr.Organic eru snyrtivörur sem innihalda lífræn og náttúruleg innihaldsefni. Allar vörurnar innihalda að minnsta kosti 70% lífræn innihaldsefni og getur því litur og lykt verið mismunandi. Í stað þess að nota vatn í vörurnar er notað Aloe Vera sem gefur þeim græðandi og nærandi eiginleika. Nýjustu vörulínur dr. Organic eru allar í umhverfisvænum umbúðum þeas úr endurvinnanlegu plasti (PCR). Stefna merkisins er að gera allar umbúðir umhverfisvænni. Allar túpur sem bodylotion eru í munu vera úr sykurreyr og allir brúsar sem sjampó og hárnæringar koma í munu vera úr PCR plasti.  Einnig mun Dr. Organic hætta að selja vörur í kössum.

Nýjasta línan Calendula er sérstaklega þróuð fyrir viðkvæma og þurra húð. Vörurnar eru prófaðar af húðlæknum, eru lyktarlausar og einstaklega rakagefandi og nærandi. Eins og fyrr kom fram eru allar pakkningar úr PCR plasti.

Náttúrulegu svitalyktareyðarnir frá dr. Organic innihalda aðeins það besta úr náttúrunni og eru án allra kemískra efna. Þeir eru samsettir úr íslenskum fjallagrösum, aloe vera safa, sólblómaolíu og E-vítamínum. Þeir stífla ekki svitakirtlana og eru sérstaklega hannaðir til að mýkja og vernda húðina. Þeir eru mildir en gefa hámarks árangur. Henta öllum húðtegundum.

Vítamín E vörurnar róa, græða og næra. Vítamín E er uppfullt af öflugum andoxunarefnum sem geta bætt ásýnd húðvandamála eins og exem, slit og ör ásamt því að vinna á öldrunar einkennum húðarinnar. Hjálpar til við að viðhalda heilbrigðri, mjúkri og ljómandi húð. Sléttari og stinnari áferð svo húðin ljómar af heilbrigði. Eykur eigin raka og teygjanleika húðar. Hentar fyrir allar húðgerðir.

Dr. Organic er frá Artasan

Hefðir og nútíma þekking

Urtasmiðjan er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir húðvörur úr íslenskum heilsujurtum. Framleiðslan byggir á gömlum hefðum við notkun lækningajurta, svo og nútíma þekkingu og rannsóknum á hollustu og heilsubætandi áhrifum jurtanna. Urtasmiðjan er staðsett í Eyjafirði, enn fyrirtækið var stofnað árið 1990 af Gígju Kj. Kvam, sem rak fyrirtækið með mikilli ástríðu og góðum orðstýr í 30 ár. Árið 2020 tók Bylgja Sveinbjörnsdóttir við rekstrinum.

Ómenguð íslensk náttúra

Hér á landi vaxa jurtirnar í sínu náttúrulega umhverfi, í hreinu loftslagi og ómenguðum jarðvegi. Í íslensku veðurfari vaxa jurtirnar mun hægar en þar sem hlýrra er og hafa rannsóknir sýnt að þær innihaldi þeim mun meira af virkum efnum af þeim sökum. Íslenskar jurtir eru því sérlega kraftmiklar og hafa sérstöðu hvað gæði snertir. Jurtirnar eru handtíndar á þeim tíma þegar virkni þeirra og kraftur er hvað mestur. Sérhver jurt er meðhöndluð af alúð og nákvæmni, til þess að eiginleikar hennar komi að sem mestu gagni.

Hrein náttúruafurð

Markmið Urtasmiðjunnar frá upphafi er að framleiða hreina náttúruvöru. Uppistaðan í framleiðslunni eru villtar jurtir úr íslenskri náttúru, aðrar lífrænt ræktaðar jurtir, íslenskt fjallavatn, og náttúrulegt hráefni, s.s. rotvörn, þráavörn og sólarvörn, sem stuðla að heilnæmi og hollustu vörunnar. Nákvæm blanda af sérvöldum jurtakrafti, (essential oils) er valin fyrir hverja tegund framleiðslunnar til að auka áhrifamátt jurtanna. Engin kemisk ilm- eða litarefni eru notuð í framleiðsluna.

Urtasmiðjan notar í allar vörurlínur sínar fjölómettaðar jurtaolíur sem innihalda Omega3 og Omega6 fitusýrur en þær innihalda vítamín og önnur næringarefni sem eru húðinni nauðsynleg og mikilvæg til að örva endurnýjun húðfrumanna. Olíurnar eru ekki feitar, ganga fljótt og auðveldlega inn í húðina, vernda, mýkja og næra og gefa henni mýkt og teygjanleika, bæta trega blóðrás og tefja fyrir ótímabærri öldrun hennar. Olíurnar henta öllum húðgerðum. Til að varna þránun er náttúrulegu E vítamíni bætt í olíurnar.

Græðir, mýkir, endurnærir

Urtasmiðjan hefur sérhæft sig í að framleiða krem, áburði og olíur til notkunar útvortis úr græðandi jurtum, sem þekktar eru fyrir áhrifamátt sinn við margskonar húðvandamálum og viðurkenndar fyrir hollustu og heilnæm áhrif til heilsubótar.

ANGAN er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru sem eru áhrifaríkar fyrir húðina.

Með því að vinna með nátturunni framleiðum við næringarríkar húðvörur sem eru sjálfbærar og umhverfisvænar. Við handframleiðum vörurnar með alúð til þess að tryggja virkni og gæði vörunnar.

Vitandi mikilvægi þess að nota hrein, náttúruleg innihaldsefni fyrir húðina sem fara inn í líkamann, eru formúlurnar árangursríkar og innihalda aðeins lífræn, villt og sjálfbær innihaldsefni sem eru betri fyrir þig og betri fyrir umhverfið.

ANGAN byggir á rótgrónum, íslenskum hefðum – að baða sig upp úr heitum laugum og köldu Atlantshafinu – og notast við ævafornar remedíur úr villtum, handtýndum jurtum sem notaðar hafa verið í aldaraðir til að næra og lækna húðina.

Okkar verkefni er að minna þig á að hlúa að þér, muna eftir þér, dekra við þig.


Við fundum Endurstilla