Hugsjónin að baki Eylíf er ástríðan fyrir góðri heilsu. Við trúum því að fólk geti stuðlað að betri og bættri heilsu með því að hugsa vel um sitt eigið líf, lífstíl og heilsu. Því að við erum hvert og eitt okkar eigin heilsusmiðir. 

Við bjóðum vörur sem innihalda hrein íslensk gæðahráefni frá sjálfbærum auðlindum og hafa staðfesta verkun með rannsóknum. Hráefnin koma frá framleiðendum víða um land og eru vörurnar framleiddar á Grenivík. 

Íslensku hráefnin eru:

Vörurnar eru miðaðar inn á ákveðna virkni ss. 

Við trúum því að fólk geti læknað sig sjálft með bættri hegðun og breytingu á háttum sem tengjast bæði líkamlegum og andlegum þáttum, því við erum öll okkar eigin heilsu- og gæfusmiðir.

Vörurnar fást í öllum apótekum, í stórmörkuðum ss. Fjarðarkaup, Hagkaup og Nettó og á eylif.is 

Lavera er þýskt snyrtivörumerki sem hefur verið á markaðnum í 26 ár.

Vörumerkið framleiðir hágæða og náttúrulegar snyrtivörur, hárvörur, líkamsvörur og förðunarvörur. Hver húðgerð hefur sína línu og eru þær allar lífrænt vottaðar. Meirihlutinn af vörunum hefur vottaðan vegan stimpil.

Allar vörurnar eru lausar við Paraffin, Silicon og Mineral Olíu.
Aðeins 100% náttúruleg ilmefni, olíur og önnur plöntuþykkni eru notuð í vörunum.

Lavera prófar vörurnar sínar ekki á dýrum

Hraundís Guðmundsdóttir er eigandi og framleiðandi að fyrirtækinu Hraundís. Hún er menntaður ilmolíufræðingur og skógfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.

Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða íslenskar ilmkjarnaolíur. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna og byrjaði að eima og selja íslenskar ilmkjarnaolíur sumarið 2015. Hún er einnig að framleiða ýmsar heilsuvörur sem hafa þróast eftir að fólk hefur beðið hana að blanda fyrir sig við ýmsum heilsu vandamálum.

Framleiðslan fer fram í Borgarfirði og eru allar plönturnar handtíndar á svæðum sem hafa lífræna vottun frá Tún og eimaðar í hreina íslenska vatninu. Allt hráefni sem notað er í vörurnar er lífrænt vottað og umhverfisvænt. Við framleiðsluna er passað upp á að ganga ekki á tegundirnar sem notaðar eru í framleiðsluna.

Til að búa til ilmkjarnaolíur eru plöntur eimaðar í sérstökum eimingartækjum. Það er mismunandi hvaða hlutar plöntunnar eru notaðir en það eru ýmist blóm, blöð, rætur, fræ, nálar, börkur eða öll plantan sem er notuð. 100°C heit gufa er leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían.

Gufan er síðan leidd í gegnum kæli rör og verður að vökva. Vatnið kemur síðan niður í svo kallaðan skiljara en þar sem olían er léttari en vatnið þá flýtur hún ofan á. Þannig er hægt að tappa hreinni olíu af. Það tekur nokkra klukkutíma að eima plöntuna en það er mismunandi eftir tegundum hversu auðveldlega olían losnar úr henni.

Ilmkjarnaolíur Hraundísar fást í Frú Laugu, Ljómalind, Landnámssetrið, Hús Handanna og Gott og Blessað

6 skref í átt að sjálfbærara eldhúsi með Thermomix

1. Eitt tæki, margir notkunarmöguleikar

Thermomix hefur notkunarmöguleika 20 hefðbundinna heimilistækja og áhalda og því alger óþarfi að kaupa mörg smátæki í eldhúsið. Thermomix er m.a. vigt, blandari, töfrasproti, hrærivél, þeytari, hakkavél, hnoðari, barnamauksvél, ketill, eggjasuðutæki, hrísgrjónapottur, gufusuðupottur og hægeldunarpottur og með innbyggðri nettengingu er aðgangur að þúsunda uppskrifta sem birtast á stafrænum skjá vélarinnar.

2. Spörum orkunotkun

Þú sparar orkunotkun með því að elda með Thermomix, sérstaklega í réttum þar sem eldað er á mörgun hæðum þar sem hægt er að elda t.d. súpu, kartöflur og annað grænmeti og fisk í einu og sama tækinu allt á sama tíma. Thermomi er mjög öflug í allri vinnslu en tekur ekki til sín mikið rafmagn. Þetta skiptir allt máli til lengri tíma.

3. Spörum tíma

Matvinnsla og eldamennska með Thermomix sparar mikinn tíma bæði við undirbúning hráefnis og svo er ekki lengur þörf á að standa bundin(n) yfir pottunum. Innbyggðar uppskriftir, skref fyrir skref leiðbeiningar og vikumatseðill getur einnig sparað dýrmætan tíma. Við hjá Thermomix trúum því að það bæti almennar neysluvenjur að eiga gæðatíma við matseld og á matmálstíma.

4. Gerum hagkvæmari innkaup

Forðumst að kaupa of mikið og henda mat, skilvirk yfirsýn dregur úr kostnaði við innkaup. Best er því að hugsa fram í tímann og versla í samræmi við vikumatseðil og uppskriftir. Allt þetta má nálgast á uppskriftavefnum Cookidoo. Það er svo auðvitað alger snilld að gera t.d. súpur og pottrétti úr slöppu grænmeti eða vörum á síðasta séns. Við ættum öll að venja okkur á að borða afganga, af virðingu við móður jörð (svo er það líka betra fyrir budduna).

5. Neytum fjölbreyttrar fæðu

Einhæft mataræði getur gert umhverfi framleiðenda viðkvæmt fyrir ágengi, þurrkum og loftlagsbreytingum. Hægt er að fá innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum í uppskriftabankanum Cookidoo, við gætum t.d. valið meira plöntubased fæði og reynum að kaupa sem mest úr nærumhverfi.

6. Flokkum!

Að flokka plast, pappa og lífrænt þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Best er að koma sér upp aðstöðu fyrir flokkunina og gera þetta að vana. Þannig getum við t.d. betur fylgst með því hvort við erum að henda nýtanlegum mat. Þessi litlu grænu skref eru öll mikilvæg. Með því að kaupa grunnhráefni og elda allt frá grunni með Thermomix getum við t.d. dregið til muna úr innkaupum á tilbúnum vörum í plastumbúðum.


Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem hefur verið starfrækt frá árinu 1884 og er þekkt fyrir framleiðslu hágæða heimilistækja. Thermomix hefur verið í fararbroddi í eldhústækni í yfir 50 ár og notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Eldhústöfrar ehf. er opinber dreifingar- og söluaðili Thermomix á Íslandi síðan 2018. Við tökum vel á móti þér í Síðumúla 29.

Mamma Veit Best er Heilsubúð og Heildsala með hágæða bætiefni og snyrtivörur.

Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa ykkur það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að.

Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, Jörðina.

Stefnan okkar

Við vitum að það er heill frumskógur af bætiefnum í boði hér á landi. Við vitum líka að þau eru eins misjöfn og þau eru mörg, og eru langt frá því að standa jafnfætis hvað gæði varðar. Þess vegna veljum við allar okkar vörur af kostgæfni til að tryggja að þær séu eins náttúrulegar, áhrifaríkar, heiðarlegar og umhverfisvænar og hugsast getur. Okkar markmið er að þegar þið kaupið af okkur vörur getið þið verið örugg um að fá það besta fyrir ykkur sjálf og fjölskylduna hvað varðar gæði, hreinleika og virkni.

Við erum lítill en ástríðufullur hópur fólks með margra ára reynslu og menntun í næringar- og heilsugeiranum, tilbúin að hjálpa þér að taka ábyrgð og stjórn á eigin heilsu.

Við fundum Endurstilla