Lopidraumur

Lopidraumur Yfirtekin

Íslenskar ullarsængur framleiddar á umhverfisvænan hátt.

Meðal umsagnir

Íslenskur textíliðnaður hf (Ístex hf) er ullarvinnslufyrirtæki sem vinnur að því að skapa sem mest verðmæti úr íslenskri ull. Markmið Ístex er að framleiða hágæða vörur úr íslenskri ull fyrir þá sem kjósa náttúrulegar, sjálfbærar og umhverfisvænar vörur. Lopidraumur er ný vörulína á vegum Ístex. Það er okkar leið til að nýta þá ull sem ekki er hægt að nota í handprjónaband. Markmiðið okkar er að framleiða hágæða sængur úr 100% íslenskri ull sem eru umhverfisvænar og sjálfbærar. Ístex kaupir ullina beint frá bændum og er hún þvegin í þvottastöð Ístex á Blönduósi. Ullin er OEKO-TEX Standard 100 vottuð. Íslensk ull er heilnæmur kostur fyrir svefninn, hún gefur góða öndunareiginleika frá náttúrunnar hendi. Hún er það náttúrulega efni sem getur dregið í sig mesta magn raka og hleypir honum einnig auðveldlega frá sér. Ull hefur þannig góða hita- og rakastýringu. Hún bregst við breytingum á hitastigi þess sem notar hana og leggur þanni grunninn að góðum svefni.

Flokkar

187 Skoðað
0 Einkunn
0 Uppáhalds
0 Deila