Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands

Meðal umsagnir

Öflugur grunnur

Landbúnaðarháskóli Íslands (LbhÍ) er reistur á grunni öflugrar rannsóknastofnunar og tveggja gróinna menntastofnana á landbúnaðarsviði, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala), Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum í Ölfusi. LbhÍ tók til starfa í upphafi árs 2005.

Skóli lífs og lands

Landbúnaðarháskóli Íslands hefur mikla sérstöðu meðal háskóla hérlendis. Þessi sérstaða felst fyrst og síðast í viðfangsefni skólans sem er náttúra Íslands – nýting, viðhald og verndun. Viðfangsefni kennslu og rannsókna við LbhÍ er því landið og það sem á því lifir. Á stundum er sagt að LbhÍ sé Skóli lífs og lands sem er réttnefni.

Sérstaða

Landbúnaðarháskóli Íslands er lítill háskóli sem einnig markar honum sérstöðu. Andrúmsloft kennslunnar og félagslífsins verður þar af leiðandi mun persónulegra en ella enda mikið um hópavinnu og sameiginlega úrlausn verkefna. Námsbrautir skólans eru einungis í boði við LbhÍ en brautirnar eru hvort tveggja á starfsmennta- og á háskólasviði og er mikil samlegð á milli skólastiganna.

Starfsstöðvar

Nám á háskólabrautum og í búfræði er kennt á Hvanneyri í Borgarfirði og á Keldnaholti. Nám á garðyrkjubrautum er kennt á Reykjum í Ölfusi, skólinn er staðsettur fyrir ofan sundlaugina í Hveragerði.

Er þetta þín skráning?

Taktu yfir skráninguna, breyttu henni, uppfærðu og fylgstu með heimsóknum. Sýndu mögulegum viðskiptavinum hvernig þín vara eða þjónusta bætir heiminn.

230 Skoðað
0 Einkunn
1 Uppáhalds
0 Deila