Hlaðan

Hlaðan

Meðal umsagnir

Hlaðan er hugarfóstur, nálgun eða bara áhugamál skapandi ljósmyndara mariakatrin.is. Hún var áður í rekstri sem verslun og vefverslun á árunum 2011-2015. Börn, dýr, fallegt umhverfi, hrein náttúrleg efni, villtur gróður og sveitin eru mér uppspretta endalausra hugmynda og verkefna. Ég tengi sterkt við hluti sem hafa sál. Fallegt vandað handverk veitir mér innblástur alla daga. Hlaðan, verslun er vísun að náttúrulegri nálgun og tímalausri klassík.

“Í starfi mínu sem ljósmyndari (mariakatrin.is) , hef ég veitt foreldrum barna leiðsögn í fatavali ef þeir óska eftir því, til að ná fram ákveðnu útliti eða tilfinningu í myndum því þar skiptir áferð fatnaðarins miklu máli. Sem móðir fjögurra drengja, hef ég átt erfitt með að finna náttúrulegan og tímalausan fatnað, eftir ákveðinn aldur. Ég hef þurft að leita víða. Smábarnafötin eru oft draumi líkust en svo stækka börnin og þá verða fötin oft svo krefjandi og fullorðinsleg að barnið týnist. Ég er að tala um risastór lógó, skæra liti, ofurhetjur og gerviefni. Vandaður fatnaður stenst betur tímans tönn og hægt er að nota hann aftur og aftur.”

Margir foreldrar kjósa að velja vandaðan og eiturefnalausan fatnað á börnin sín í stað þess fjöldaframleidda og er þeim alltaf að fjölga sem taka meðvitaða ákvöruðun, þar sem hugað er að umhverfi og starfsháttum í framleiðslu. Þá er mikill tímasparnaður í því að geta fundið lífrænt framleiddan fatnað á öll börn, 0-10 ára á einum og sama staðnum. Það er ekki nóg að vara líti út fyrir að vera lífræn þegar ekkert í framleiðsluferli hennar er það, það skapar vissulega rugling.

Allur fatnaður í Hlöðunni er OEKO-TEX og GOTS vottaður.

Myndir

Flokkar

Er þetta þín skráning?

Taktu yfir skráninguna, breyttu henni, uppfærðu og fylgstu með heimsóknum. Sýndu mögulegum viðskiptavinum hvernig þín vara eða þjónusta bætir heiminn.

163 Skoðað
0 Einkunn
0 Uppáhalds
0 Deila