Lífrænt
Þegar kemur að innihaldi vara þá viljum við hafa sem mest lífrænt. Slíkar vörur eru lausar við mengandi efni sem eru slæm fyrir menn, dýr og náttúru. Ekkert skordýraeitur er notað í ræktun, ekki genabreytt (GMO), og kjöt er án sýklalyfja og hormóna svo eitthvað sé nefnt.
Ekta íslenskt og staðbundið
Við viljum stuðla að sjálfbærni og fækka loftlags fótsporum með því að velja íslenska framleiðslu og/eða hráefni ef hægt.
Náttúruleg hráefni
Efni sem eru sem næst sínu upprunalega formi, sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Hrein fæða og bætiefni unnin úr náttúrulegum hráefnum eiga einnig heima á Græna torginu.
Vegan og án misnotkunar
Vandaðar vegan vörur sem minnka neyslu dýraafurða er stór þáttur í því að minnka umhverfisfótspor okkar. Við viljum einnig benda á vörur sem eru gerðar án tilrauna á dýrum (cruelty free) og að vinnufólki sé boðið uppá mannsæmandi aðstöðu og sanngjörn laun (Fair trade).
Ekkert rusl!
Allir sem eru að vinna í því að minnka almennt rusl með því að gera umbúðir óþarfar, minnka þær eða gera þær úr niðurbrjótanlegum efnum eða endurnýtanlegum, fá plús í græna kladdann. Líka þeir sem hjálpa okkur að gera ruslafötuna nánast óþarfa eins og góð moltutunna fá pláss á Græna torginu.
Fækkun kolefnisfótspora
Fækkun kolefnisfótspora og minnkun gróðurhúsalofttegunda er gríðalega mikilvægt. Hvort sem það felst í því að nota hreina orku, planta trjám, nota umhverfisvæna faraskjóta, minnka matar- og fatasóun, hætta að nota einnota dót, nota meira staðbundin hráefni, endurnýta, minnka kjötneystlu o.fl.
Hæg hugmyndafræði
Slow food og slow fashion hugmyndafræðinn hefur mikil og jákvæð áhrif á umhverfismálin. Kaupum minna, vandaðra eða notað. Kaupum staðbundinn mat, eldum frá grunni og ræktum sjálf. Ekki svo flókið!
Samvinna við góðgerðamál
Fyrirtæki sem vinna náið með umhverfissamtökum, eins og Kolvið, eða tengjast góðgerðamálum sem hafa góð áhrif á jörðina, fólk og dýr fá broskall í Græna torgs kladdann ☺
Traust upplýsingaveita
Allar skráningar sem koma inn á Græna torgið fara í ákveðið skoðunarferli áður en þær á endanum birtast á vefnum.
Við gerum okkar besta með hjálp sérfræðinga, ef á þarf að halda, að tryggja að það sem endi á Græna torginu eigi sannarlega erindi. Við hvetjum einnig neytendur til að láta okkur vita ef okkur hefur yfirsést eitthvað sem við tökum þá til nánari skoðunar.
Siðferðisstefna
Við lítum á að það er mikilvægt að vera góð fyrirmynd og hegða okkur samkvæmt því. Siðferðileg gildi okkar líða ekki spillingu, óréttlæti, mismunun né að við látum utanaðkomandi aðila hafa áhrif á okkar stefnu á Græna torginu.