Græna torgið er eign Í boði náttúrunnar ehf(ÍBN), Elliðarvatni, 110 Reykjavík.
Græna torgið er samastaður fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir sem hafa einlægan vilja til að taka ákvarðanir sem hafa góð áhrif á fólk og umhverfi. Lesa nánar um Græna torgið og sjálfbærnistefnu Græna torgsins.
Persónuverndarstefna
Öll meðferð Í boði náttúrunnar (ÍBN), kt. 490114-0250 á persónuupplýsingum lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. ÍBN gætir þess að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins sé í samræmi við framangreind lög.
Vafrakökur
Til þess að bæta skráningum og notendum við Græna torgið söfnum við persónulegum upplýsingum frá skráningaraðilum, auglýsendum og notendum. Þessar upplýsingar eru geymdar á öruggan hátt á netþjónum okkar í samræmi við fyrrnefnd persónuverndarlög. Við miðlum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila.
Við leyfum þriðja aðila að birta vafrakökur á þessari vefsíðu til að aðstoða við virkni hennar og til að hjálpa okkur að fylgjast með umferð á vefsíðu okkar og bæta upplifun notenda síðunnar.
Auglýsendur okkar og skráningaraðilar kunna einnig að nota vafrakökur á vefsíðum sem er vísað til af Græna torginu og berum við enga ábyrgð á þeim.
Tenglar sem birtir eru á vefsíðunni eru eingöngu gefnir til þæginda. Ef þú velur að fylgja einhverjum hlekkjum muntu yfirgefa vefsíðu Græna torgsins. ÍBN fær ekki tekjur af því beint ef notandi kaupir vöru eða þjónustu af skráningaraðila. Fyrirtæki og stofnanir geta valið frískráningu eða tvær skráningarleiðir sem þau greiða ÍBN árgjald fyrir að vera á Græna torginu.
Kaupskilmálar
Skráningaraðili. Sá/sú sem skráir fyrirtæki/stofnun/þjónustu eða vörumerki á Græna torgið er hér eftir kölluð/kallaður skráningaraðili.
Skráning eða síða hvers fyrirtækis/Vörumerkis/Stofnunnar/Þjónustu er hér eftir kölluð skráning. Með því að skrá fyrirtæki, vörumerki, stofnun eða þjónustu (Skráning) á Græna torgið samþykkir þú fyrir hönd tiltekinnar skráningar eftirfarandi skilmála Græna torgsisns. Eftirfarandi skilmálar eru bindandi.
Höfundaréttur. Skráningaraðilar og auglýsendur eru ábyrgir fyrir því að tryggja að allt efni sem lagt er fram til að setja á Græna torgið sé í samræmi við gildandi lög og reglur og Græna torgið útilokar ábyrgð sína á hvers kyns villum eða ónákvæmni í hvaða skráningum og auglýsingaefni sem er.
Myndefni skal vera í eigu skráningaraðila og þarf viðkomandi að hafa leyfi til að dreifa myndefninu á vef okkar.
Texti. ÍBN áskilur sér rétt til að lagfæra texta ef augljósar stafsetningarvillur eða málfarsvillur eru en annars er allur texti á ábyrgð skráningaraðila og hefur ÍBN samband við skráningaraðila og býður fram aðstoð sína ef texti er villandi eða nær ekki kröfum Græna torgsins um gæði og vönduð vinnubrögð.
Græna torgið stjórnar hvorki né styður innihald annarra vefsíðna og tekur enga ábyrgð sem stafar af notkun þinni á öðrum vefsíðum sem vísað er á frá Græna torginu.
Árgjald á Græna torgið. Skráningaraðili samþykkir að greiða uppsett árgjald samkvæmt rafrænni skráningu.
Krítuorg kr.0.-
Ráðhústorg kr. 36.000.- án vsk
Lækjartorg kr. 144.000.- án vsk
Verð eru án vsk.
Greiðslufyrirkomulag. Greiðsla fyrir árgjald sem er áskriftargjald er rukkað árlega. Krafa er send í heimabanka þess fyrirtækis sem skráir vöruna.
Ef óskað er eftir öðru greiðslufyrirkomulagi, með kreditkorti eða ef um stofnun er að ræða þá vinsamlegast hafið samband við graenatorgid@graenatorgid.is og við finnum lausn á því.
Reikningar eru sendir á tölvupóstfang skráningaraðila sem gerði skráningu nema beðið sé um annað.
Greiðslur eru óendurkræfar.
Vanskil á greiðslum leiða til þess að skráning verður tekin af vefnum tafarlaust.
Endurnýjun árgjalds. Græna torgið sendir skráningaraðila tölvupóst með upplýsingum um að árgjald sé að renna út þegar líður að því og ef ekkert er aðhafst, verður reikningur fyrir endurnýjun árgjalds sendur.
Annað. Skráningaraðila ber að gera athugasemdir fyrir staðfestingu skráningar teljist upplýsingar Græna torgsins vera ófullnægjandi og/eða villandi.
Við skráningu er mikilvægt að upplýsingar um skráningaraðila séu réttar. Ef breytingar verða á skráningaraðilum innan fyrirtækja er skráningaraðili ábyrgur fyrir því að tilkynna það Græna torginu sem allra fyrst.