ANGAN er íslenskt, náttúrulegt húðvörumerki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu á hágæða húð- og baðvörum úr sjálfbærum, náttúrulegum og endurnýttum hráefnum úr íslenskri náttúru sem eru áhrifaríkar fyrir húðina.

Með því að vinna með nátturunni framleiðum við næringarríkar húðvörur sem eru sjálfbærar og umhverfisvænar. Við handframleiðum vörurnar með alúð til þess að tryggja virkni og gæði vörunnar.

Vitandi mikilvægi þess að nota hrein, náttúruleg innihaldsefni fyrir húðina sem fara inn í líkamann, eru formúlurnar árangursríkar og innihalda aðeins lífræn, villt og sjálfbær innihaldsefni sem eru betri fyrir þig og betri fyrir umhverfið.

ANGAN byggir á rótgrónum, íslenskum hefðum – að baða sig upp úr heitum laugum og köldu Atlantshafinu – og notast við ævafornar remedíur úr villtum, handtýndum jurtum sem notaðar hafa verið í aldaraðir til að næra og lækna húðina.

Okkar verkefni er að minna þig á að hlúa að þér, muna eftir þér, dekra við þig.


Meira en 40% af allri plastnotkun heimsins kemur til vegna umbúða ýmissa vara og alls enda 8 milljón tonn af plasti í sjónum á hverju ári vegna foks frá landfyllingum og rangrar förgunar.
Þessar staðreyndir urðu kveikjan að stofnun Ethique, en meginmarkmið vörumerkisins er að gera hágæða hreinlætis- og snyrtivörur algjörlega án þess að plast komi þar nokkurs staðar við sögu.
Ethique var stofnað árið 2012 og hefur síðan hlotið fjölda verðlauna m.a. fyrir að vera eitt sjálfbærasta snyrtivörumerki í heiminum í dag. Hárvörur merkisins eru iðulega á listum yfir bestu hárvörukubba á markaðnum og hafa sjampóin hæstu stjörnugjöf allra sjampókubba á Amazon.com.
Vörur Ethique eru ávallt framleiddar á sjálfbæran hátt, eru vegan, án pálm olíu og í niðurbrjótanlegum umbúðum.

Ethique marks

En af hverju kubbar?
Allt að 75% af innihaldi hefðbundinnar sjampótúpu og um 90% af innihaldi hárnæringartúpu er vatn. Vatn er vissulega mikilvægur partur þessara vara en hugmyndafræði Ethique er sú að halda öllum þeim góðu innihaldsefnum sem gera gott sjampó en sleppa einfaldlega vatninu. Þannig er hægt að hafa vörurnar í föstu formi og spara bæði vatn og umbúðir án þess að tapa gæðum og virkni. Einn sjampókubbur er því ekki allur það sem hann er séður, heldur á við 3 x 350ml brúsa!

Ethique framleiðir ekki bara hárvörur heldur heila línu af snyrti- og hreinlætisvörum sem eru nú loksins fáanlegar á Íslandi.

Ethique kemur frá CU2

For the last ten years, Eva María, Birna Hrönn and Hannes Sasi have run the successful LGBTQI event and travel agency, Pink Iceland, planning monumental moments for people from across the globe. Their devoted service to the queer community has brought them international acclaim and admiration.

Mathew+Olivia met Pink Iceland when planning their own Icelandic wedding in 2015. It’s a great story full of intrigue and flower shortages, but best told with a glass of wine. Ultimately, the universe entangled us when we found that we all share a deep passion to make the world a better place through equality, gratitude, kindness and respect. 

Fast forward 5 years to this most epic global pandemic. Pink Iceland’s social world was put into hibernation. Quarantine in Colorado had Mathew+Olivia itching to continue their respective work in pharma-development and retail/brand design in a healthier social environment. 

Instead of lamenting what we could not change, a late evening phone call led us to new determination to continue living our best lives despite the circumstances. A phone call or two later, Æsir Cannabidoil was born. By using all of our individual skill sets we were able to actualize the nascent company opening its doors in 2021. 

Lavera er þýskt snyrtivörumerki sem hefur verið á markaðnum í 26 ár.

Vörumerkið framleiðir hágæða og náttúrulegar snyrtivörur, hárvörur, líkamsvörur og förðunarvörur. Hver húðgerð hefur sína línu og eru þær allar lífrænt vottaðar. Meirihlutinn af vörunum hefur vottaðan vegan stimpil.

Allar vörurnar eru lausar við Paraffin, Silicon og Mineral Olíu.
Aðeins 100% náttúruleg ilmefni, olíur og önnur plöntuþykkni eru notuð í vörunum.

Lavera prófar vörurnar sínar ekki á dýrum

Hraundís Guðmundsdóttir er eigandi og framleiðandi að fyrirtækinu Hraundís. Hún er menntaður ilmolíufræðingur og skógfræðingur frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri. Hún rak nuddstofu í Reykholtsdal í mörg ár þar sem hún blandaði ilmkjarnaolíur í nuddolíur til að hjálpa fólki við ýmsum kvillum.

Hún gekk með þann draum í mörg ár að framleiða íslenskar ilmkjarnaolíur. Í janúar 2015 fór hún út til Sedona í Arizona til að læra eimingu plantna og byrjaði að eima og selja íslenskar ilmkjarnaolíur sumarið 2015. Hún er einnig að framleiða ýmsar heilsuvörur sem hafa þróast eftir að fólk hefur beðið hana að blanda fyrir sig við ýmsum heilsu vandamálum.

Framleiðslan fer fram í Borgarfirði og eru allar plönturnar handtíndar á svæðum sem hafa lífræna vottun frá Tún og eimaðar í hreina íslenska vatninu. Allt hráefni sem notað er í vörurnar er lífrænt vottað og umhverfisvænt. Við framleiðsluna er passað upp á að ganga ekki á tegundirnar sem notaðar eru í framleiðsluna.

Til að búa til ilmkjarnaolíur eru plöntur eimaðar í sérstökum eimingartækjum. Það er mismunandi hvaða hlutar plöntunnar eru notaðir en það eru ýmist blóm, blöð, rætur, fræ, nálar, börkur eða öll plantan sem er notuð. 100°C heit gufa er leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían.

Gufan er síðan leidd í gegnum kæli rör og verður að vökva. Vatnið kemur síðan niður í svo kallaðan skiljara en þar sem olían er léttari en vatnið þá flýtur hún ofan á. Þannig er hægt að tappa hreinni olíu af. Það tekur nokkra klukkutíma að eima plöntuna en það er mismunandi eftir tegundum hversu auðveldlega olían losnar úr henni.

Ilmkjarnaolíur Hraundísar fást í Frú Laugu, Ljómalind, Landnámssetrið, Hús Handanna og Gott og Blessað

6 skref í átt að sjálfbærara eldhúsi með Thermomix

1. Eitt tæki, margir notkunarmöguleikar

Thermomix hefur notkunarmöguleika 20 hefðbundinna heimilistækja og áhalda og því alger óþarfi að kaupa mörg smátæki í eldhúsið. Thermomix er m.a. vigt, blandari, töfrasproti, hrærivél, þeytari, hakkavél, hnoðari, barnamauksvél, ketill, eggjasuðutæki, hrísgrjónapottur, gufusuðupottur og hægeldunarpottur og með innbyggðri nettengingu er aðgangur að þúsunda uppskrifta sem birtast á stafrænum skjá vélarinnar.

2. Spörum orkunotkun

Þú sparar orkunotkun með því að elda með Thermomix, sérstaklega í réttum þar sem eldað er á mörgun hæðum þar sem hægt er að elda t.d. súpu, kartöflur og annað grænmeti og fisk í einu og sama tækinu allt á sama tíma. Thermomi er mjög öflug í allri vinnslu en tekur ekki til sín mikið rafmagn. Þetta skiptir allt máli til lengri tíma.

3. Spörum tíma

Matvinnsla og eldamennska með Thermomix sparar mikinn tíma bæði við undirbúning hráefnis og svo er ekki lengur þörf á að standa bundin(n) yfir pottunum. Innbyggðar uppskriftir, skref fyrir skref leiðbeiningar og vikumatseðill getur einnig sparað dýrmætan tíma. Við hjá Thermomix trúum því að það bæti almennar neysluvenjur að eiga gæðatíma við matseld og á matmálstíma.

4. Gerum hagkvæmari innkaup

Forðumst að kaupa of mikið og henda mat, skilvirk yfirsýn dregur úr kostnaði við innkaup. Best er því að hugsa fram í tímann og versla í samræmi við vikumatseðil og uppskriftir. Allt þetta má nálgast á uppskriftavefnum Cookidoo. Það er svo auðvitað alger snilld að gera t.d. súpur og pottrétti úr slöppu grænmeti eða vörum á síðasta séns. Við ættum öll að venja okkur á að borða afganga, af virðingu við móður jörð (svo er það líka betra fyrir budduna).

5. Neytum fjölbreyttrar fæðu

Einhæft mataræði getur gert umhverfi framleiðenda viðkvæmt fyrir ágengi, þurrkum og loftlagsbreytingum. Hægt er að fá innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum í uppskriftabankanum Cookidoo, við gætum t.d. valið meira plöntubased fæði og reynum að kaupa sem mest úr nærumhverfi.

6. Flokkum!

Að flokka plast, pappa og lífrænt þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Best er að koma sér upp aðstöðu fyrir flokkunina og gera þetta að vana. Þannig getum við t.d. betur fylgst með því hvort við erum að henda nýtanlegum mat. Þessi litlu grænu skref eru öll mikilvæg. Með því að kaupa grunnhráefni og elda allt frá grunni með Thermomix getum við t.d. dregið til muna úr innkaupum á tilbúnum vörum í plastumbúðum.


Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem hefur verið starfrækt frá árinu 1884 og er þekkt fyrir framleiðslu hágæða heimilistækja. Thermomix hefur verið í fararbroddi í eldhústækni í yfir 50 ár og notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Eldhústöfrar ehf. er opinber dreifingar- og söluaðili Thermomix á Íslandi síðan 2018. Við tökum vel á móti þér í Síðumúla 29.

Mamma Veit Best er Heilsubúð og Heildsala með hágæða bætiefni og snyrtivörur.

Mamma Veit Best er fyrirtæki með þann tilgang að færa ykkur það besta af lífrænum heilsuvörum, bætiefnum og snyrtivörum víðs vegar að úr heiminum. Nafnið vísar í þá trú okkar að Móðir jörð viti hvað er best fyrir börnin sín og að hjá henni getum við fundið þær lausnir sem við leitum að.

Með það að leiðarljósi gerum við okkar besta til að virða og heiðra móðurina sem við deilum öll, Jörðina.

Stefnan okkar

Við vitum að það er heill frumskógur af bætiefnum í boði hér á landi. Við vitum líka að þau eru eins misjöfn og þau eru mörg, og eru langt frá því að standa jafnfætis hvað gæði varðar. Þess vegna veljum við allar okkar vörur af kostgæfni til að tryggja að þær séu eins náttúrulegar, áhrifaríkar, heiðarlegar og umhverfisvænar og hugsast getur. Okkar markmið er að þegar þið kaupið af okkur vörur getið þið verið örugg um að fá það besta fyrir ykkur sjálf og fjölskylduna hvað varðar gæði, hreinleika og virkni.

Við erum lítill en ástríðufullur hópur fólks með margra ára reynslu og menntun í næringar- og heilsugeiranum, tilbúin að hjálpa þér að taka ábyrgð og stjórn á eigin heilsu.

Skiljum ekkert eftir – Zero Waste

Terra leggur ríka áherslu á að auðvelda Íslendingum að skilja ekkert eftir; endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti. Að skilja ekkert eftir er þýðing á Zero Waste sem er alþjóðlegt átak um að bæta umgengni við jörðina með því að draga úr mengun og minnka sóun. Terra hefur einsett sér að aðstoða fyrirtæki og heimili í þessum efnum, hvetja til minni notkunar á umbúðum og einfalda flokkun.  

Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.  Terra rekur meðal annars jarðgerðarbúnað til endurnýtingar á lífrænum efnum og gerir viðskiptavinum sínum kleift að fylgjast með úrgangstölum og endurvinnsluhlutfalli í rauntíma.

Saman látum við gott af okkur leiða

Verslunin Góði hirðirinn er nytjamarkaður rekinn af SORPU.

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta og draga úr sóun og um leið tryggja jákvæða rekstrarafkomu svo hægt sé að styrkja líknarfélög og önnur félög sem vinna að góðgerðarmálum. Nothæfum og seljanlegum munum, s.s. húsgögnum, raftækjum og smáhlutum er skilað í nytjagáma á endurvinnslustöðvum og þeir síðan seldir í Góða hirðinum. Þannig nýtast munir aftur hjá nýjum eigendum og allur hagnaður af sölu þeirra rennur til góðgerðarmála. Í verslunina berast margir dýrgripir sem hafa menningarlegt og sögulegt gildi. Verslunin stuðlar þannig ekki aðeins að endurnotkun muna heldur einnig að varðveislu menningararfs og listmuna sem að öðrum kosti hefðu glatast.

Úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári. Það er einnig hefð fyrir því að halda uppboð til styrktar góðs málefnis í desember ár hvert. Um 250 milljónir króna hafa verið veittar í styrki frá 1996.

Góði hirðirinn skapar fjöldan allan af störfum og hefur í gegnum árin átt gott samstarf við Vinnumálastofnun (Atvinna með stuðning), einnig við félög eins og Virk.

Við fundum Endurstilla