Hugsjónin að baki Eylíf er ástríðan fyrir góðri heilsu. Við trúum því að fólk geti stuðlað að betri og bættri heilsu með því að hugsa vel um sitt eigið líf, lífstíl og heilsu. Því að við erum hvert og eitt okkar eigin heilsusmiðir.
Við bjóðum vörur sem innihalda hrein íslensk gæðahráefni frá sjálfbærum auðlindum og hafa staðfesta verkun með rannsóknum. Hráefnin koma frá framleiðendum víða um land og eru vörurnar framleiddar á Grenivík.
Íslensku hráefnin eru:
Vörurnar eru miðaðar inn á ákveðna virkni ss.
Við trúum því að fólk geti læknað sig sjálft með bættri hegðun og breytingu á háttum sem tengjast bæði líkamlegum og andlegum þáttum, því við erum öll okkar eigin heilsu- og gæfusmiðir.
Vörurnar fást í öllum apótekum, í stórmörkuðum ss. Fjarðarkaup, Hagkaup og Nettó og á eylif.is
„Ég hanna meðal annars lúffur og svuntur. Við sjálfbær hönnun erum eitt því ég vil helst afturnýta hráefni. Leðurjakkar og gömul tjöld eru til dæmis í miklu uppáhaldi. Allt eru þetta hlutir sem voru á leiðinni í förgun vegna einhverra galla, en nýtast mér engu að síður. Ég nýti þá sem hráefni því fyrir mér er lítið kolefnisspor afar mikilvægt“
Græna stofan er fyrsta hárstofan á Íslandi til að öðlast vottun frá norrænu vottunarsamtökunum Grøn Salon. Starfsmenn stofunnar starfa eftir ströngum reglum kerfisins og nota einungis umhverfis- og mannvæn efni.