Greenfit er fyrir alla! Hvort sem þú ert að stíga upp úr sófanum, vilt léttast, bæta formið eða ætlar að vinna Ólympíugull þá getum við hjálpað þér að ná þínum besta árangri. ​Viltu lifa lengur, sofa betur og vera hraustari? Langar þig æfa verkjalaus og án meiðsla? Við veitum persónulega þjónustu og vinnum saman að lausnum sem henta þér.Lífsgæðasetur St. Jó er samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Allir rekstraraðilar eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með einum eða öðrum hætti. Lífsgæðasetur St. Jó er sjálfbær eining rekin af Hafnarfjarðarbæ. 

Græna stofan er fyrsta hárstofan á Íslandi til að öðlast vottun frá norrænu vottunarsamtökunum Grøn Salon. Starfsmenn stofunnar starfa eftir ströngum reglum kerfisins og nota einungis umhverfis- og mannvæn efni.

Starfsmenn Grænu stofunnar nota og selja Bruns á stofunni í Austurveri auk þess að selja Bruns á vefsíðunni.

Innihaldsefni Bruns eru fullkomlega skaðlaus umhverfinu og öllu lífríki. Hreinni og betri vörur eru vandfundnar.

Skiljum ekkert eftir – Zero Waste

Terra leggur ríka áherslu á að auðvelda Íslendingum að skilja ekkert eftir; endurnýta, flokka og meðhöndla endurvinnsluefni og annan úrgang með ábyrgum hætti. Að skilja ekkert eftir er þýðing á Zero Waste sem er alþjóðlegt átak um að bæta umgengni við jörðina með því að draga úr mengun og minnka sóun. Terra hefur einsett sér að aðstoða fyrirtæki og heimili í þessum efnum, hvetja til minni notkunar á umbúðum og einfalda flokkun.  

Fyrirtækið hefur starfað við flokkun og söfnun endurvinnslu efna frá árinu 1984 og vinnur með fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum í endurvinnslu og umhverfisvænni úrgangsstjórnun með áherslu á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.  Terra rekur meðal annars jarðgerðarbúnað til endurnýtingar á lífrænum efnum og gerir viðskiptavinum sínum kleift að fylgjast með úrgangstölum og endurvinnsluhlutfalli í rauntíma.

Við fundum Endurstilla