Sonett vörurnar eru vegan og brotna auðveldlega niður í náttúrunni. Hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensími. Sonett er fjölskyldufyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að vera 100% umhverfisvænt og umhyggjusamt gagnvart náttúrunni. Fyrirtækið er með allar bestu mögulegu vottanir.
Systrasamlagið, sem nú er til húsa við Óðinsgötu 1, var stofnað var í 15. júní 2013 við Suðurströnd 10 á Seltjarnarnesi og er að segja má alveg nýtt konsept í verslunar/kaffihúsarekstri á Íslandi.
Systrasamlagið er í senn verslun og lífrænt kaffihús byggt á þeirri hugsjón að víkka út hugmyndina um heilsubúð og færa nær almenningi. Hafa andann alltaf með í efninu. Án aukaefna og sykurs.
Þannig tókum við systur, Jóhanna & Guðrún, þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum, snyrtivörum, litríkum latté drykkjum og cacaóinu góða. Systrasamlagið var til að mynda fyrst til að selja saman holla og lífræna þeytinga og gæða súrdeigs samlokur.
Einnig má nefna að Systrasamlagið sá í 2 ár og í sjálfboðavinnu um fyrstu reglulegu Samflotin á Íslandi. Upp úr því spruttu fjölmörg Sveitasamflot sem Systrasamlagið lagði grunninn að á Flúðum, í Laugaskarði og Varmá og hélt utan um í 6 ár.
Með þetta allt að leiðarljósi kom ekki annað til greina í okkar huga en að notast við niðurbrjótanlegar náttúrulegar umbúðir og að vanda okkur við flokkun sorps. Þannig höfum við verið plaslausar síðan 2013.
Það að taka hugmyndina um heilsubúð skrefinu lengra og hlúa ekki síður að andlegu hliðinni en þeirri líkamlegu, hefur sannlega vakið talsvert umtal og ahygli.
Við höfum líka lífræna vottun og sanngjörn viðskipti (Fair Trade) efst á blaði og leggjum mikinn metnað í að orðsporið um fyrirtækið haldi áfram að spyrjast þannig út.
Það er gaman að geta þess að árið 2015 var Systrasamlagið valið fyrirtæki ársins á Seltjarnarnesi.
Árið 2017, nánar tiltekið, 10. mars flutti Systrasamlagið um set og er nú við Óðinsgötu 1 í Reykjavík (gegnt Mengi). Þar hefur m.a. bæst við regluleg hugleiðsla sem haldin er vikulega og stendur öllum opin og fjölmörg fræðandi og skemmtileg heilsunámskeið.
Netverslunin og verslunin Bambus.is er fjölskyldufyrirtæki. Áherslan er á grænum vörum fyrir fjölskylduna og skapandi leikjum fyrir börnin. Einnig aðhyllumst við að “attachment parenting” “respectful parenting” og Waldorf uppeldisfræði.
Reksturinn hófst 2007 en taubleiuinnflutningur hófst í mars 2008 og hefur þróunin verið mikil síðan þá.
Við seljum Furoshiki á Íslandi!
Furoshiki eru fallegir, mynstraðir klútar frá Japan sem eru einna helst notaðir í stað gjafapappírs. Klútarnir eru margnota og því má gefa þá áfram eða nota þá á ýmsa aðra vegu.