Thermomix

Thermomix Yfirtekin

Snjalltæki í eldhúsið

Meðal umsagnir

6 skref í átt að sjálfbærara eldhúsi með Thermomix

1. Eitt tæki, margir notkunarmöguleikar

Thermomix hefur notkunarmöguleika 20 hefðbundinna heimilistækja og áhalda og því alger óþarfi að kaupa mörg smátæki í eldhúsið. Thermomix er m.a. vigt, blandari, töfrasproti, hrærivél, þeytari, hakkavél, hnoðari, barnamauksvél, ketill, eggjasuðutæki, hrísgrjónapottur, gufusuðupottur og hægeldunarpottur og með innbyggðri nettengingu er aðgangur að þúsunda uppskrifta sem birtast á stafrænum skjá vélarinnar.

2. Spörum orkunotkun

Þú sparar orkunotkun með því að elda með Thermomix, sérstaklega í réttum þar sem eldað er á mörgun hæðum þar sem hægt er að elda t.d. súpu, kartöflur og annað grænmeti og fisk í einu og sama tækinu allt á sama tíma. Thermomi er mjög öflug í allri vinnslu en tekur ekki til sín mikið rafmagn. Þetta skiptir allt máli til lengri tíma.

3. Spörum tíma

Matvinnsla og eldamennska með Thermomix sparar mikinn tíma bæði við undirbúning hráefnis og svo er ekki lengur þörf á að standa bundin(n) yfir pottunum. Innbyggðar uppskriftir, skref fyrir skref leiðbeiningar og vikumatseðill getur einnig sparað dýrmætan tíma. Við hjá Thermomix trúum því að það bæti almennar neysluvenjur að eiga gæðatíma við matseld og á matmálstíma.

4. Gerum hagkvæmari innkaup

Forðumst að kaupa of mikið og henda mat, skilvirk yfirsýn dregur úr kostnaði við innkaup. Best er því að hugsa fram í tímann og versla í samræmi við vikumatseðil og uppskriftir. Allt þetta má nálgast á uppskriftavefnum Cookidoo. Það er svo auðvitað alger snilld að gera t.d. súpur og pottrétti úr slöppu grænmeti eða vörum á síðasta séns. Við ættum öll að venja okkur á að borða afganga, af virðingu við móður jörð (svo er það líka betra fyrir budduna).

5. Neytum fjölbreyttrar fæðu

Einhæft mataræði getur gert umhverfi framleiðenda viðkvæmt fyrir ágengi, þurrkum og loftlagsbreytingum. Hægt er að fá innblástur fyrir fjölbreyttum hráefnum í uppskriftabankanum Cookidoo, við gætum t.d. valið meira plöntubased fæði og reynum að kaupa sem mest úr nærumhverfi.

6. Flokkum!

Að flokka plast, pappa og lífrænt þarf alls ekki að vera flókið eða tímafrekt. Best er að koma sér upp aðstöðu fyrir flokkunina og gera þetta að vana. Þannig getum við t.d. betur fylgst með því hvort við erum að henda nýtanlegum mat. Þessi litlu grænu skref eru öll mikilvæg. Með því að kaupa grunnhráefni og elda allt frá grunni með Thermomix getum við t.d. dregið til muna úr innkaupum á tilbúnum vörum í plastumbúðum.


Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk sem hefur verið starfrækt frá árinu 1884 og er þekkt fyrir framleiðslu hágæða heimilistækja. Thermomix hefur verið í fararbroddi í eldhústækni í yfir 50 ár og notið gríðarlegra vinsælda um allan heim. Eldhústöfrar ehf. er opinber dreifingar- og söluaðili Thermomix á Íslandi síðan 2018. Við tökum vel á móti þér í Síðumúla 29.

Myndir

Myndbönd

Í dag Lokað UTC0

  • Mánudagur
    11:00 - 17:00
  • Þriðjudagur
    Frídagur
  • Miðvikudagur
    11:00 - 17:00
  • Fimmtudagur
    11:00 - 17:00
  • Föstudagur
    Frídagur
  • Laugardagur
    11:00 - 16:00
  • Sunnudagur
    Frídagur

278 Skoðað
0 Einkunn
1 Uppáhalds
0 Deila