Góði Hirðirinn

Góði Hirðirinn

Meðal umsagnir

Saman látum við gott af okkur leiða

Verslunin Góði hirðirinn er nytjamarkaður rekinn af SORPU.

Markmið Góða hirðisins er að endurnýta og draga úr sóun og um leið tryggja jákvæða rekstrarafkomu svo hægt sé að styrkja líknarfélög og önnur félög sem vinna að góðgerðarmálum. Nothæfum og seljanlegum munum, s.s. húsgögnum, raftækjum og smáhlutum er skilað í nytjagáma á endurvinnslustöðvum og þeir síðan seldir í Góða hirðinum. Þannig nýtast munir aftur hjá nýjum eigendum og allur hagnaður af sölu þeirra rennur til góðgerðarmála. Í verslunina berast margir dýrgripir sem hafa menningarlegt og sögulegt gildi. Verslunin stuðlar þannig ekki aðeins að endurnotkun muna heldur einnig að varðveislu menningararfs og listmuna sem að öðrum kosti hefðu glatast.

Úthlutun styrkja fer fram einu sinni á ári. Það er einnig hefð fyrir því að halda uppboð til styrktar góðs málefnis í desember ár hvert. Um 250 milljónir króna hafa verið veittar í styrki frá 1996.

Góði hirðirinn skapar fjöldan allan af störfum og hefur í gegnum árin átt gott samstarf við Vinnumálastofnun (Atvinna með stuðning), einnig við félög eins og Virk.

Myndir

Flokkar

Efnisorð

Er þetta þín skráning?

Taktu yfir skráninguna, breyttu henni, uppfærðu og fylgstu með heimsóknum. Sýndu mögulegum viðskiptavinum hvernig þín vara eða þjónusta bætir heiminn.

533 Skoðað
0 Einkunn
0 Uppáhalds
0 Deila