Uppspuni

Uppspuni

Meðal umsagnir

Eigendur Uppspuna eru Hulda Brynjólfsdóttir og Tyrfingur Sveinsson.Hulda er búfræðingur og kennari, alin upp í sveit við almenn sveitastörf og vann við tamningar á ýmsum stöðum í 15 ár en færði sig síðan yfir í grunnskólakennslu í önnur 15 ár. 

Tyrfingur er vélvirki með meistararéttindi, alinn upp í sveit við hefðbundin sveitastörf en einnig almennar vélaviðgerðir.In 2011 they took over the farming in Lækjartún and now run the farm with sheep and cows. Mikill áhugi á hvers konar handverki og að nýta það sem til fellur á búinu leiddi þau að stofnun Uppspuna sem er lítil verksmiðja sem vinnur garn úr ull. Vinnslan er mitt á milli þess að vera handverk og vélavinna, en vélarnar eru allar mataðar af starfsfólki sem er með næmt auga fyrir gæðahráefni og grípur inn í ef þess gerist þörf. Vélarnar í Uppspuna eru smíðaðar í Kanada og komu til Íslands 2017. Þær voru gangsettar í fyrsta skipti 1. júlí það ár. Viðtökurnar voru frábærar, við fengum mikla og jákvæða athygli og var vel tekið bæði af prjónurum og ullareigendum, enda eru margir sem eiga kindur og framleiða ull, líka að prjóna. Í upphafi ákváðum við að búa til garn sem samræmdist öðru garni svo hægt væri að styðjast við uppskriftir sem eru til nú þegar. En við erum líka dugleg að prófa eitthvað nýtt. Sumt heppnast vel og fer í framleiðslu og sölu, en annað er ekki eins vel heppnað og er sett ofan í skúffu. En það er gaman að prófa eitthvað nýtt og víkka bæði sjóndeildarhringinn og reynsluheiminn. Uppspuni er staðsettur skammt frá þjóðvegi 1, rétt austan við Þjórsárbrú í Rangárvallasýslu. Umkringt helstu drottningum fjallanna með Heklu, Eyjafjallajökul, Tindfjöll og Vestmannaeyjar öll í sömu sjónlínu.

Efnisorð

Er þetta þín skráning?

Taktu yfir skráninguna, breyttu henni, uppfærðu og fylgstu með heimsóknum. Sýndu mögulegum viðskiptavinum hvernig þín vara eða þjónusta bætir heiminn.